Að fara í göngutúr er frábær skemmtun og býður upp á ýmsa möguleika, það er hægt að skoða sitt nánasta umhverfi eða nýta sér fjölbreyttar gönguleiðir víðsvegar um landið. Göngutúrar geta verið stuttir eða langir, hægt er að fara upp á fjöll, ganga í kringum vatn, fara í fjöru, inn í skóg o.s.fv..
Náttúruskoðun í daglega túrnum
Það er dásamlegt að njóta þess sem fyrir augu ber. Svo getur líka verið gaman að brjóta upp gönguna með leikjum eða gera rannsókn á umhverfinu.
Hér eru 13 hugmyndir að einföldum leikjum fyrir göngutúrinn
- Horfið í kring um ykkur. Finnið hluti sem tilheyra ekki náttúrunni. Hvað er manngert? Hvað er náttúrulegt? Hvaðan komu hlutirnir?
- Stoppið við tré. Lýstu lýsið trénu, er það hátt, breitt, koma lauf á það, hvernig lítur börkurinn út?
- Föðmum tré. Faðmið tré og farið á milli trjáa eins og fugl.
- Ugluaugu. Snúið höfðinu til vinstri hvað sjáið þið? Nefnið fimm hluti sem þið sjáið.
- Náttúruskynjun í taupoka. Takið með ykkur taupoka, setjið hluti í poka sem þið finnið eins og greinar, steina, köngla, lauf, látið svo göngufélaga ykkar fara með hendina í pokann án þess að kíkja og á hann að reyna að giska hvaða hlutir eru í pokanum.
- Nærðu að fylgja þræðinum. Bindið band eða snæri á milli trjáa. Reynið að fara á milli með lokuð augu.
- Steinaganga. Gangið á steinum. Prófið að ganga á öðru undirlagi en göngustíg eða grasi.
- Skordýraskoðun. Takið mynd af skordýrum sem þið sjáið. Hægt er að lesa sér til um skordýrin og teikna þau þegar heim er komið.
- Blæbrigði náttúrunnar. Farið í göngurtúr á sama staðinn vikulega, veljið ykkur tré, blómabeð, grasflöt, fjall, takið mynd af staðnum. Áhugavert er að skoða myndirnar og sjá hvað breytist.
- Mannleg myndavél. Farið í myndatökuleik: Tveir og tveir vinna saman, einn fyrir framan og annar fyrir aftan. Sá aftari stýrir þeim fremri, sá fremri á að vera með lokuð augu og er „myndavélin“. Sá aftari velur stað til að stoppa á, sá fremri opnar augun í smá stund eins og hann sé að taka mynd. Fínt að velja 2-3 staði til að stoppa á. Aftari þátttakandi spyr þann fremri af hverju hann tók mynd, það er ekki alltaf það sama og sá aftari ætlaði taka mynd af. Endurtaka leikinn með því að skipta um hlutverk.
- Litagleði gróðursins. Veljið blómategund til að finna á leiðinni, t.d. túlípana eða stjúpur. Hvað finnið þið marga liti af blóminu. Gaman er að leita upplýsinga um blómið á netinu þegar heim er komið.
- Náttúrulegt skartgripaskrín. Hafið eggjabakka með í för og finnið hluti úr náttúrunni til þess að setja í hann. Það er líka hægt að leita að ákveðnum litum í náttúrunni og setja í bakkann.
- Hin mörgu andlit móður jarðar. Búið til andlitsmynd úr náttúrulegum hráefnum, beint á jörðina eða á pappadiska