Hin merka vísindakona Dr. Jane Goodall stofnaði alþjóða ungmennahreyfinguna Roots and shoots, landvernd.is

Roots and shoots á Íslandi

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Hin merka vísindakona Dr. Jane Goodall stofnaði alþjóða ungmennahreyfinguna Roots and shoots. Hreyfingin hvetur til verndunar dýra og jarðarinnar allrar.

Roots & Shoots (R&S) eru alþjóðleg ungmennasamtök Jane Goodall þar sem hvatt er til góðra verka í þágu umhverfis, dýra og samfélags. Hugmyndafræði R&S og Skóla á grænni grein er mjög lík og því geta grænfánaskólar nýtt sér aðferðafræði R&S þegar valin eru verkefni.

Hreyfingin stuðlar að jákvæðri breytingu í heiminum fyrir menn, dýr og umhverfið. R&S veitir fólki innblástur og hvetur til virkrar þátttöku í verndun og velferð dýra, sem og verndun jarðarinnar allrar. Hver og einn einasti einstaklingur getur haft jákvæð áhrif.

Dr. Jane Goodall, ein merkasta og ástsælasta vísindakona heims. Hún hefur helgað líf sitt náttúru- og dýravernd en þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á simpönsum. Dr. Jane Goodall er einnig friðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna og heldur fyrirlestra um allan heim þar sem hún leggur höfuðáherslu á umhverfisvernd. Hún er stofnandi Roots & Shoots hreyfingarinnar sem nær til þúsunda ungmenna í yfir 50 löndum og eflir þau og virkjar til að leggja sitt af mörkum við verndun jarðarinnar.

R&S á Íslandi hefur það markmið að gefa ungumennum grundvöll og tengslanet svo að þau geti látið gott af sér leiða á sviði umhverfismála, náttúru- og dýravernda o.fl.  Í R&S á Íslandi er unnið er að innlendum sem og alþjóðlegum verkefnum. Eitt stærsta verkefnið í augnablikinu er viðburðurinn Dýradadagurinn, sem er valdeflandi viðburður fyrir ungmenni sem gefur þeim rödd til að tjá sig um m.a. alvarleg áhrif loftslagsbreytinga en á listrænan og jákvæðan hátt. Kemur hugmyndin að þessum viðburði frá R&S í Taívan og Argentínu en þau halda svipaðan viðburð árlega og hafa gert í mörg ár en þar kallast hann Animal Parade. 

Landvernd styður við Roots and shoots á Íslandi

Samstarf Landverndar við Jane Goodall hófst í júní 2016. Landvernd var á meðal skipuleggjenda heimsóknar hennar til landsins það ár og hélt hún m.a. opið erindi fyrir fullu húsi í Háskólabíói. Einnig stóð Landvernd fyrir námskeiði sem fjallaði um störf Jane ásamt Roots & Shoots viðburði í Háskóla unga fólksins. Nemendur í Grunnskólanum Hellu og Hvolsskóla fengu þar tækifæri til að kynna fyrir henni Vistheimtarverkefni Landverndar og fóru þess á leit við hana að gerast verndari verkefnisins. Jane þáði boðið með þökkum og var Vistheimtarverkefnið þar með orðið eitt af fyrstu Roots and Shoots verkefnum Íslands og jafnframt það stærsta.

Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Landvernd, heldur utan um R&S á Íslandi.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top