Aldur: 2-6 ára
Markmið:
- Að nemendur fái að kynnast nærumhverfi sínu á sem fjölbreyttastan hátt.
- kynnast bókmenntum, sögum, þulum og ævintýrum er tengjast átthögum barnanna.
- Að börnin fái að sjá og upplifa í máli og myndum lifnaðarhætti sem notaðir voru forðum.
- Auka skilning á breytingum í samfélaginu í tímans rás.
- Efla umhyggju fyrir fólki, dýrum og umhverfi.
Efni og áhöld: Myndavél, vasaljós. stækkunagler, skóflur, kíkir, fötur, tálgunarhnífur, áttaviti
Framkvæmd:
Börn og kennari fara saman í gönguferðir út í náttúruna. Kennari fer með börnin á svæði þar sem manngert umhverfi er ekki til staðar t.d. í hraun, brekkur, fjöru, móa eða annað umhverfi sem er í nágrenni leikskólans. Börn og kennari afmarka svæðið með ósýnilegri girðingu og börnin leika sér fyrir innan hana. Hlutverk kennarans er fyrst og fremst að vera til staðar fyrir börnin og leyfa þeim sjálfum að uppgötva og njóta náttúrunnar. Kennari ýtir undir skilning barnanna á ýmsum hugtökum sem tengjast náttúru og veðri, fer allt eftir aðstæðum.
Í skólanum er tilvalið að ræða við börnin um hvað þau voru að gera í vettvangsferðinni. Hlusta eftir hugmyndum um hvað hægt væri að gera næst og koma með tillögur. Ræða um hvað þarf að hafa meðferðis og hvers vegna.
Undirbúningur kennara
Kennari aflar sér upplýsinga um svæði í nágrenni leikskólans sem ekki eru manngerð og gefa góða möguleika á fjölbreyttri hreyfingu. Einnig er gott að vera búin að skoða hvaða leiki er hægt að fara í með börnunum og miða þá við aðstæður. Gaman er að hafa kort og áttavita meðferðis og kynna fyrir börnunum hvernig má nota það.
Ítarefni
Börnin fara í leik sem reyna á grófhreyfingar og þol barnanna, líkamlegt og andlegt. Til eru margskonar leikir sem hægt er að framkvæma úti í náttúrunni http://www.leikjavefurinn.is