Aldur: 6-9 ára
Tími: 4-6 kennslustundir
Markmið:
- Opna augu nemenda fyrir öryggi gangandi og hjólandi nemenda í skólann.
- Gera nemendur betur læsa á umhverfið sitt.
Efni og áhöld: Kort af bænum og hverfinu
Framkvæmd:
Byrjað er að ræða við nemendur um hvernig þau komu í skólann um morguninn, komu þau gangandi, hjólandi eða með bíl eða strætó. Einnig er rætt við þau um hvernig þau koma oftast í skólann. Rætt er um hvernig er æskilegast að koma samkvæmt umhverfissjónarmiðum og hvers vegna.
Rætt er einnig um hvaða leiðir í skólann séu bestar og öruggustar, hvað gerir leið góða og hvort styttri leiðin sé jafnvel síðri en sú lengri m.t.t. hversu oft þarf að fara yfir götur, eru gangbrautir og annað.
Næst er skoðað kort af bænum (hverfinu), þau finna húsið sitt og leiðina sem þau ganga í skólann og velta fyrir sér hvort þau séu að fara bestu leiðina.
Næst er sniðugt að fara út og skoða þær leiðir þar sem flestir koma að skólanum. Einnig sniðugt að skoða leiðina sem farin er í sund eða leikfimi (ef nemendur geta gengið þá leið)
Því næst skoðum við hvort það séu einhverjar hættur sem leynast og hvort það væri eitthvað sem hægt væri að bæta úr. Kennari skráir niður niður allar hugmyndir sem nemendur koma með, það er ýmislegt sem getur komið upp hjá þeim, eins og vantar gangbrautir, ljós, niðurfellingar, gangstéttar ófærar o.fl í þeim dúr.
Allar hugmyndir eru síðan sendar til Skipulags- og umhverfissviðs bæjarins (borgarinnar)
Einnig er sniðugt að horfa á myndbönd tengd því að ganga í skólann og ræða þær umferðarreglur sem þar gilda.
Hér má finna sögurnar um krakkana í Kátugötu Krakkarnir í Kátugötu | Samgöngustofa (samgongustofa.is)
Í lokin teikna þau mynd af sér eins og þau koma oftast í skólan og myndin hengd upp í súlurit.