Verkefni þar sem börn fá fræðslu um flokkun og hringrásir efna og læra svo að flokka rétt með því að fara í leik. Verkefni fyrir 3-10 ára

Aldur: 3-10 ára

Tími: 1-2 kennslustund

Markmið: Að börnin fræðist um ástæðu þess að við flokkum úrgang og hvernig á að flokka.

Efni og áhöld: Flokkunarílát, úrgangur (ekki lífrænn), tónlist (ef vill)

Framkvæmd:    

Fyrst þarf að taka umræðu og fræða börnin um hringrás efna svo að þau átti sig á því hvað eyðist í náttúrunni og hvað ekki. Eins þarf að fræða þau um spillandi úrgang og hvaða áhrif hann hefur á náttúruna. Að þessu loknu ætti að vera ansi auðvelt að fræða börnin um ástæðu þess að við flokkum úrgang.

Svo er farið í að kynna fyrir þeim hvernig úrgangur er flokkaður í þessum leikskóla/skóla s.s. hvað við flokkum og í hvaða ílát það á að fara.

Leikurinn, hægt er að taka úrgang (allt nema lífrænan) úr hverjum flokki (t.d. almennt, pappír, plast, málmar, spilliefni (t.d.ljósaperur) og rafhlöður,  og sturta á gólfið og búa til einn stóran hrærigraut. Ílát fyrir hvern flokk er raðað upp og svo eiga börnin að flokka úrganginn í rétt ílát með aðstoð kennara. Hægt er að búa til ýmsa leiki í kringum þetta þar sem t.d. hægt er að nota tónlist og hreyfingu.

Vefsíður sem styðjast má við í umræðum:

Umhverfisstofnun | Hringrásarhagkerfið (ust.is)

Einstaklingar – SORPA