Hvernig getum við dregið úr neyslu og kaupum á óþarfa í kringum jólin? Gjafabréf eru ein leið til þess! Samvera og ljúfar stundir.

Gjafabréfasmiðja, hugmynd fengin frá Amtbókasafninu á Akureyri.

Hvernig væri að gefa umhverfisvæna jólagjöf sem þarf ekki að kosta krónu?

Amtbókasafnið er með viðburð 22.nóvember milli klukkan 17:00 og 18:00 nánar um hann hér

Framkvæmd: Útbúið gjafabréf, tilvalið að nota endurnýttan efnivið til þess. Leyfið hugmyndafluginu að njóta sín.

Hægt er að gefa hvað sem er með gjafabréfum, til dæmis:

Gönguferð

Norðurljósaskoðun með heitu kakói

Pössun

Matarboð

Lautarferð

Þrif

Sundferð og ís

Spilakvöld

Veiðiferð

Heimsókn á safn

Náttúruskoðun í nærumhverfi

Föndurstund

Tölvuleikjasamvera