Verkefni sem hefur það að markmiði að minnka plastnotkun og kenna börnum umgangast náttúruna. Í stað þess að fá einnota poka undir skeljar og annað fínerí sem börnin finna í garði leikskólans eða í ferðum, þá útbúa þau fjölnota box. Verkefni fyrir 2-5 ára

Aldur:  2-5 ára

Tími: tímabil

Markmið:

Markmiðið er að minnka plastnotkun og kenna börnum umgangast náttúruna. Í stað þess að fá einnota poka undir skeljar og annað fínerí sem börnin finna í garði leikskólans eða í ferðum, þá eiga þau fjölnota box, gullabox þar sem þau geta geymt gullin sín í.

Efni og áhöld: Eitt box fyrir hvert barn, verðlaust efni til að skreyta með, lím, skæri, góður penni sem tollir vel á

Framkvæmd:

Börnin eru frædd um plast t.d með því að horfa á myndband Skóla á grænni grein um plast https://www.youtube.com/watch?v=bsM5SpYhQfM

Byrja þarf á því að safna plastboxum fyrir hvert barn, t.d. undan rúsínum.  Þá er gott að safna saman verðlausu efni, t.d. afgangs taui, pappír, skeljum og öðru skrauti.  Börnin fá að skreyta boxin að vild.  Þau skrifa nafnið sitt á boxin á áberandi stað.  Þegar boxin eru tilbúin þá geta börnin hafist handa við að safna gulli og gersemum í útiveru og í göngutúrum sem þau geyma í þessum fjölnota boxum.