Aldur: 3-6 ára
Tími: 2-3 kennslustundir
Markmið:
- Að börnin skoði breytingar í náttúrunni þegar haustar.
- Að þau skapi úr gömlu, endurnýti og nýti náttúruna í sköpun.
- Að börnin njóti haustsins.
Efni og áhöld: Sultukrukkur, límlakk, penslar, haustlauf sem hafa verið pressuð í a.m.k. 36 klst (passa að pressa þau ekki mikið lengur en það), kerti.
Framkvæmd:
Vettvangsferð þar sem leitað er að haustinu og laufum safnað. Laufin eru pressuð og þau síðan límd utan á gamlar sultukrukkur. Kerti sett ofan í krukkuna og þessar fínu luktir eru tilbúnar.
Undirbúningur kennara
Finna til efniviðinn ásamt því að hafa lög um haustið tilbúin til að syngja. Upplýsingar um haustið, og aðrar árstíðir til samanburðar, hvað gefur haustið okkur. Hvernig eru litir haustsins. Bækur um haustið.