Markmið verkefnisins er að kynna fyrir nemendum hvers vegna það er mikilvægt að hreyfa sig og borða hollan mat. Eftir þessa vinnu ættu nemendur að hafa innsýn í hvers vegna hreyfing er góð fyrir okkur og hvers vegna það er mikilvægt að borða hollan mat. Verkefni fyrir 3-10 ára

Aldur:  3 – 10 ára

Tími: Valkvætt, hægt að framkvæma sem þemaviku

Markmið: 

  • Að kynna fyrir nemendum hvers vegna það er mikilvægt að hreyfa sig og borða hollan mat.
  • Eftir þessa vinnu ættu nemendur að hafa innsýn í hvers vegna hreyfing er góð fyrir okkur og hvers vegna það er mikilvægt að borða hollan mat.

Efni og áhöld: Skráningarblað fyrir þá sem ganga/hjóla í skólann. Skráningarblað fyrir hreyfistund. Fæðuhringur sem börnin geta flokkað fæðutegundir inná. Blað með ýmsum fæðutegundum sem hægt er að klippa út og líma inn á fæðuhringinn. Mold og fræ til gróðursetningar. Ávextir/grænmeti til að smakka og skráningar blað. Matarumbúðir og sykurmolar.

Framkvæmd: Hreyfing: Umræður um gildi hreyfingar. Hafa skipulagða hreyfingu á hverjum degi. Hreyfileikir inn/úti.  Hvetja börn og foreldra til að ganga/hjóla í skólann. Gönguferðir. Skrá niður hverjir ganga/hjóla í skólann. Hreyfistund með stöðvum og börnin látin skrá hvaða stöðvar séu skemmtilegar.

Hollusta

Umræður um fæðuhringinn og gildi fæðutegunda fyrir líkamann. Matvæli flokkuð í réttan fæðuflokk.

Umræður um uppruna matvælanna.

Hvaðan kemur maturinn sem við borðum? Getum við ræktað mat sjálf? Gróðursettar kryddjurtir og grænmeti. Smakkað á óalgengum ávöxtum/grænmeti og skráð hvað sé bragðgott.

Umræður um sykur og áhrif hans á líkamann.

Safna matarumbúðum og  athuga hversu margir sykurmolar eru í viðkomandi voru. Setja fram sjónræna niðurstöðu. Er allt eins hollt/óhollt og við teljum?