Verkefnið vinnur að því að gera foreldra og börn meðvituð um áhrif ökutækja á umhverfið. Börnin búa til sýnileg skilaboð fyrir akandi umferð og bíla í biðstöðu fyrir utan skólann. Verkefni fyrir 1-6 ára

Aldur:  1-6 ára

Tími: 2 kennslustundir

Markmið:

  • Að gera foreldra og börn meðvituð um áhrif samgangna á umhverfið.
  • Að efla samvinnu barnanna.
  • Hafa sýnileg skilaboð fyrir akandi umferð og bíla í biðstöðu fyrir utan skólann.

Efni og áhöld: Tréplata, grunnur, málning, penslar og stenslar, lakk

Framkvæmd:

Í upphafi er umræða um mismunandi samgöngur og hvaða áhrif þær hafa á okkur og umhverfi okkar. Leitað er til foreldra og annarra um efni í skiltin.

Börnin mála skiltin en fá mismikla aðstoð eftir aldri og þörfum.

Undirbúningur kennara

Kennarar ræða saman og undirbúa í grófum dráttum verkefnið. Kennari undirbýr börnin með því að kynna verkefnið fyrir þeim. Kennarar undirbúa skiltin með því að grunna þau og sjá svo um að lakka í lokin. Eldri börn geta unnið þessa vinnu sjálf. Á yngri deildum geta kennarar útbúið stensla.

Vinna barnanna

Á eldri deildum ræða börnin um hugmyndir um myndina á skiltið í samvinnu við kennara. Á yngri deildinni geta börnin stenslað skiltin. Eldri börnin mála skiltin. Eldri börnin skrifuðu skilaboð á skiltin og geta aðstoðað yngri deildir við að skrifa.

Ítarefni

Hægt er að nýta ýmsar bækur fyrir börnin og fer bókavalið einnig eftir því hvert samræður barnanna leiða. Hægt er að flétta ýmsar umferðarbækur við samgönguverkefnið og þá er kjörið að nýta bækur frá Umferðarskóla barnanna. Einnig er bókin Grænu skrefin mjög hentug, hér má sjá kennsluleiðbeiningar Grænu skrefin! (mms.is)