Jógaæfingar með börnum sem stuðla að því að viðhalda styrk og sveigjanleika. Eykur einbeitingu, líkamsvitund, sjálfsábyrgð, sjálfsaga og streitu-stjórnun. Ásamt því að rækta sköpunargáfu, sjálfstraust, félagsfærni og góðvild til annarra. Verkefni fyrir 3-8 ára

Aldur:  3-8 ára

Tími: 4 kennslustundir

Markmið:

  • Stuðla að og viðhalda styrk og sveigjanleika
  • Stuðla að einbeitingu, líkamsvitund, sjálfsábyrgð, sjálfsaga og streitu-stjórnun
  • Rækta sköpunargáfu, sjálfstraust, félagsfærni og góðvild til annarra
  • Efni og áhöld: Jógaspjöld fyrir kennarann að sjá hvernig á að gera æfingarnar og fyrir börnin til að draga.
  • Jógadýnur, gólfteppi eða annað mjúkt sem hægt er að leggjast á. Mjúkan pensil til að strjúka andlit.
  • Nuddbolti.

Framkvæmd:

Umhverfi

  • Lítill barnahópur, ekki fleiri en 8 börn.
  • Blandaður aldur, ekki nauðsynlegt en gott fyrir yngri börn að læra af þeim eldri.
  • Gott pláss þannig að öll börnin hafi sitt rými til að liggja út af og gera æfingar.
  • Mjúkt undirlag, t.d. jógadýnur, gólfmotta eða jörðin.
  • Passa að æfingin sé ekki lengri en 30 mínútur.

Upphaf og endir: Allir setjast í hring. Gott er að byrja og enda jógastundir alltaf  eins, eitthvað sem börnin þekkja, hugmyndir:

  • Latabæjarklappið: Klapp, klapp, læri, læri, kross, út, upp, upp.
  • Lófar saman fyrir framan hjarta, teygjum okkur upp til himins, réttum úr höndum. Færum okkur svo niður aftur og endum á sama stað, með lófa saman fyrir framan hjarta.
  • Læri, læri, klapp, klapp, koss, koss, koss. Lófar saman fyrir framan hjarta.
  • Sitja í jógastellingu. Tengja sig með ímynduðu teygjubandi, fyrst rófubein við gólf og síðan höfuð við tré.
  • Setjast á gólfið með hendur fyrir framan fallega hjartað, hneigja sig fram og segja namaste (Namaste þýðir: Mitt innra ljós gleðst yfir þínu innra ljósi).
  • Sitja saman í hring – leiðast. Segja saman hughreystandi setningu, t.d. Við erum frábær.

Jógastund 1

Upphaf.

Upphitun: Allir standa á fætur, leiðast, stækka hringinn eins mikið og hægt er og búa til melónu, svo hlaupa allir saman og búa til rúsínu. Hringurinn er látinn stækka og minnka nokkrum sinnum þangað til melónan springur.

Jógaævintýri: Ferð að enda Regnbogans.

Við sjáum regnboga – Horfum langt í fjarska.

Við ætlum að fara í ferðalag að enda Regnbogans. Hvernig komumst við?

Hoppum upp í lest – myndaðar eru tvær lestaraðir, þar sem setið er á gólfinu í röð.

Á leiðinni förum við inn í skóg og sjáum fullt af trjám – allir mynda tré.

Inni í skóginum sjáum við ýmis dýr – börnin koma með hugmyndir eða draga úr myndaspjöldum til skiptis. T.d. górillu, tigrísdýr, fugla, froska, fiðrildi, blóm.

Nú erum við loksins komin út úr skóginum, við nálgumst regnbogann. En hér er stórt fljót og fiskar hoppa upp úr – allir mynda fisk, hægt er að leggjast á magann og mynda ugga með höndum eða leggjast á bakið og gera sporð með fótunum.

Nú þurfum við að fara yfir fljótið á bát – Þá setjumst við niður og allir búa til sinn bát og róa yfir.

Þegar við komum yfir sjáum við marglitan fallegan snák – allir mynda snák.

Við eltum snákinn yfir fjall – allir mynda fjall.

Hinum megin við fjallið erum við komin við enda regnbogans – allir mynda regnboga (lagst er á bakið í slökun)

Slökun: Haldið er áfram að liggja á bakinu og kveikt er á rólegri tónlist. Vangaveltur: Hvaða liti sjáum við í regnboganum. Hvað er við enda regnbogans?

Endir.

 

Jógastund 2

Upphaf.

Upphitun: Hristum okkur, byrjum á litlu og svo bætist fleira við þangað til við hristum allan líkamann. S.s. hristum fingur, hendur, axlir, höfuð, maga, fætur.

Jógaævintýri: Bóndinn á bóndabænum.

Í upphafi dags þarf bóndinn að byrja á því að mjólka kýrnar – allir mjólka.

Svo fer hann og gefur kindunum að borða – allir mynda kind og jarma.

Því næst kíkir bóndinn á hænurnar sínar og finnur egg – allir mynda hænu og gagga.

Úti í haga sækir bóndinn hestinn sinn – allir mynda hest og hneggja.

Bóndinn sest á bak og ríður af stað upp í fjall – allir mynda fjallið.

Hann ríður yfir brúnna – Allir mynda brú

Hann sér fiska synda í ánni – allir mynda fisk

Þá lítur bóndinn upp í fjallið og sér björn – allir mynda björn.

Bóndinn brosir til hans og veifar honum, snýr við og ríður heim í stjörnubjörtum himni – allir mynda stjörnur.

Slökun: Allir leggjast á magann og slaka á. Kennarinn notar nuddbolta og nuddar hvert og eitt barn í hringi á bakið.

Endir.

 

Jógastund 3

Upphaf.

Upphitun: Sungið og gert hreyfingar við Söngvasveinar.

Jógaævintýri: Eldgosið.

Ferðin undirbúin, nesti smurt –  Allir sitja með beinar fætur fram, strjúka fætur frá tám og upp með ýmsu áleggi.

Rútuferð að  fjalli – börnin setjast á gólfið í röð, setja á sig öryggisbeltið, keyra af stað, beygja til hægri og vinstri, fara upp og niður.

Fjall – standa bein með hendur upp.

Fjallið gýs (eldgos) – hoppa með hendur út.

Uppúr fjallinu koma dýr en ekki hraun eða aska – Börnin skiptast á að velja dýr sem koma upp úr fjallinu (líka hægt að nota myndir og bjóða börnunum að draga til skiptis).

Eldgosið hættir og fjallið dregur sig saman.

Rútuferð til baka.

Nudd/slökun: Allir leggjast á bakið og kennari strýkur pensli yfir andlit.

Leikur: Stoppdans. Börnin gera jógastöðu í hverju stoppi.

Endir.

 

Jógastund 4

Upphaf.

Upphitun: Tré myndað.

Jógaævintýri: Ævintýraferð.

Farið í bát – Þrír og þrír saman í bát og róa saman.

Sungið saman lagið Row, row, row your boat.

Í bátnum sáum við krókódíl – allir mynda krókódíl.

Svo sáum við apa – allir mynda apa og svo er sungið saman Einn lítill api situr uppí tré.

Svo fara allir í bátinn sinn aftur og fara til baka heim.

Slökun: Hópnum skipt í tvennt í strætóferð og fá allir axlarnudd á leiðinni. Muna að spenna beltið og skiptast á að vera fremst og aftastur.

Endir.