Þetta er stutt verkefni sem vekur okkur til umhugsunar og hvetur til umræðna um þau lífsgildi sem hver og einn vill að standa fyrir og rækta. Verkefnið fyrir 12-100 ára

Tími: 20-30 mín

Markmið:

  • Að þátttakendur velti því fyrir sér fyrir hvað hann sem einstaklingur stendur og hver lífsgildi hans eru
  • Að þátttakendur hugleiði og ræði hvaða lífsgildi það eru sem við ættum helst að rækta og efla með okkur til að stuðla að sjálfbærri þróun
  • Að þátttakendur skoði hvernig væri hægt að stuðla að eflingu þessara gilda í okkar samfélagi

Framkvæmd:

Lífsstíll, hegðun og neysla okkar mótast m.a. af gildum okkar. Fyrir hvað stöndum við? Hvað er það sem við metum í fari annarra og myndum vilja hafa sjálf? Hver eru lífsgildin okkar? 

Fyrst er farið í einstaklingsverkefni: Þátttakendur fá lista með mörgum mismunandi lífsgildum, bæði jákvæðum og neikvæðum. Hver og einn á að velja þau 6 gildi sem hann/hún/hán vill hafa að leiðarljósi í sínu lífi og í samfélaginu. Farið er hringinn og öll segja frá sínum gildum.   

Síðan er farið í umræður: Hvaða lífsgildi ættum við helst að rækta og efla með okkur til að stuðla að sjálfbærri þróun? Eru þessi lífsgildi ráðandi í dag í okkar samfélagi? Ef ekki hvaða önnur lífsgildi eru ráðandi? Hvað veldur því að þessi lífsgildi eru ráðandi?

Í lokin er farið í hópavinnu: Í litlum hópum búa nemendur til hugarkort með hugmyndum um það hvernig væri hægt að stuðla að eflingu þeirrar gilda sem eru í anda sjálfbærrar þróunar. 

Listi yfir gildi sem leggja má fyrir þátttakendur (þetta eru dæmi sem má breyta og bæta):

Viska 

Réttlæti

Efnishyggja

Hugrekki

Græðgi 

Hófsemi/nægjusemi

Trú

Von

Níska

Kærleikur

Glaðlyndi

Sviksemi

Samkennd

Hjálpsemi

Hroki

Sanngirni

Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni sem gefin verður út af Skólum á grænni grein, Landvernd og Menntamálastofnun.