Umhverfisdagur í skólanum, hugmynd að uppsetningu að umhverfisdegi í skólanum. Fræðsla og aðgerðir. Verkefnið hentar öllum aldri

Tími: hálfur til einn skóladagur

Markmið:

  • Að nemendur hugi að nærumhverfinu
  • Að nemendur læri um hringrásarhagkerfið með áherslu á endurnýtingu og endurvinnslu
  • Að nemendur fræðist um umhverfismál og átti sig á mikilvægi þess að hugsa vel um náttúru og nærumhverfi

 

Efni og áhöld: Ruslapokar, skóflur, hrífur, kústar og annað tilheyrandi.

Framkvæmd:

Deginum er skipt upp í annars vegar fræðslu og umræður í skólanum og hins vegar í aðgerðir í nærumhverfi skólans. Nemendur fegra umhverfið með því að týna rusl, sópa, lagfæra blómabeð eða annað minniháttar sem þarf að lagfæra.
Tilvalið er að hafa fræðsluna tengda því afhverju fólk ætti að huga að umhverfinu og passa upp á það að ruslið okkar endi á réttum stað en ekki í umhverfinu. Hugleiðingar og fræðsla um hringrásarhagkerfið á hér vel við.

Fræðsla um hringrásarhagkerfið

Útivera, nemendum skipt á ákveðin svæði í nálægð við skólann. Ef skólinn er með fyrirkomulagið Vinabekkir er tilvalið að láta vinabekki hittast og vinna saman 4 – 6 í hóp. Helmingur eldri og helmingur yngri. Annars er hægt að leika sér allskonar með skiptinguna en það er gott að fá eldri nemendur til þess að hjálpa þeim yngri. Hver hópur er með

 

Tillaga að dagskrá

 

  • Mæting í heimastofur og farið yfir skipulag dagsins.
  • Fræðsla í umhverfisvernd

Yngsta stig:

Bókin um Ruslaskrímslið lesin fyrir nemendur.
Ruslaskrímsli teiknað og skrifaðar setningar um hvers vegna það er mikilvægt að huga að umhverfinu

Miðstig:

Hvað höfum við gert? Þáttur 4 (32 mín).
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/hvad-hofum-vid-gert/27624/87e5k4 „Hvað verður um það sem við hendum í ruslið og hvaða áhrif hefur ruslið okkar á
jörðina? Hver er munurinn á sorpi sem er urðað og því sem er endurunnið?
Þurfum við að endurhugsa línuleg hagkerfi og taka upp hringrásarhagkerfi?“

Hvað getum við gert?
Nemendur fá blað með hringjum þar sem þeir geta skrifað inn í eða teiknað hugmyndir að því hvað við getum gert til þess að hugsa betur um jörðina okkar. Hringirnir klipptir út og hengdir upp á ganga miðstigsins.

Unglingastig:

https://docs.google.com/presentation/d/1SjSZWQn8TBIUODDfQn5sVokHnpJ–2c90xt0HyYTMEk/edit?usp=sharing

Horfum á nokkur stutt myndbrot (c.a 5 mínútur hvert).

Eftir hvert myndband eru umræður í formi einn, tveir og allir

Hvað getum við gert

Einn : Veltum fyrir okkur umræðupunktum í hljóði ca. 1 mín

Tveir : Ræðum okkar hugmyndir við þann sem situr næst okkur ca. 2 mín

Allir :  Hópurinn ræðir saman og kemur hugmyndum sínum niður á blað ca. 5 mín


Ef tími gefst þá er óvænt aukaverkefni þar sem nemendur draga hlut uppúr poka (rusli) og eiga að færa hann inn í hringrásarhagkerfið (sýnt á síðustu glærunum)

Flokkun og plokkun

Áður en farið er af stað að plokka þarf að fara yfir með nemendum hvernig skal flokka í plast, pappír og almennt. Í glærunum má einnig sjá hvernig vinabekkjum er skipt niður á svæði.

Nesti/Frímínútur

Allir saman

Plokkun og flokkun

Hóparnir á fyrirfram ákveðnum stað á skólalóðinni.

Kennarar fá í hendurnar græna, rauða og glæra poka. Plast í rauða, pappír í grænu og almennt í glæru pokana. Kennarinn hefur einn glæran poka ef spilliefni, dósir eða raftæki skyldu finnast. Kennarar búa til 10 manna hópa og hver hópur fær einn plastpoka í hverjum lit.

Ruslafjöll
Hóparnir koma aftur niður í skóla og setja ruslapokana saman í ruslafjöll fyrir framan aðalinnganginn.  Þar verða búin til þrjú aðskilin ruslafjöll úr pokunum sem safnað var í.

 

Nemendur/umhverfisnefndin býr til frétt eða frásögn af deginum og miðlar til nærsamfélagsins