Nemendur skoða nærumhverfið sitt með gagnrýnum augum. Meta hvað þeir vilja að sé til staðar í nánasta umhverfi sínu út frá ólíkum þörfum einstaklinga. Nemendur tjá hugmyndir sínar um lausnir taka afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti. Verkefni fyrir 12-20 ára

Aldur:  10-16 ára

Tími: 4-6 kennslustundir

Markmið: að nemendur geti…

  • greint þarfir fólks í nánasta umhverfi sínu og tjáð hugmyndir sínar um lausnir
  • tekið afstöðu til málefna sem varða heimabyggð með því að vega og meta ólíka kosti
  • tekið þátt í að skoða, skilgreina og bæta eigið umhverfi og náttúru
  • tekið þátt í að móta eigið umhverfi
  • tekið tillit til þarfa allra í skólanum
  • geti líst eigin hugmyndum og rökstutt þær.
  • stundað útivist í sátt við náttúruna.
  • notað hugtök sem tengjast viðfangsefninu

Efni og áhöld: Blýantur, Pappír, heftari, trélitir

Framkvæmd:

Nemendur búa til lítið hefti með því að taka tvö A4 blöð og brjóta saman og hefta á kjölnum. Í heftið gera þeir tillögur að hönnun ólíkra svæða.

Forsíða – nafn nemenda og bekkur, nafn á bókina og lituð teikning af umhverfi skólans.

Blaðsíða 1. Teikna og lita mynd af garðinum heima hjá sér  (á hálft blaðið). Skrifa fyrir neðan hugmyndir af hönnun á garðinum.

Blaðsíða 2. Teikna og lita mynd af skólanum og lóðinni í hring eins og hún er núna og skrifa skýringar með

Blaðsíða 3. Teikna hugmynd af breytingu á skólalóðinni, setja inn á myndina hluti sem gott væri að hafa með. Myndin lituð og skrifuð skýring með.

Blaðsíða 4. Teikna myndir af leiktækjum eða öðru sem þið vilji hafa. Mynd lituð og skrifuð skýring með.

Blaðsíða 5. Teikna stærri mynd af umhverfi skólans og gera þær breytingar sem þíð viljið. Myndin lituð og skrifuð skýring.

Blaðsíða 6. Teikna mynd af skólalóðinni í framtíðinni, ímyndið ykkur eftir 50 ár, hvernig liti lóðin þá út.

Bakhlið:  Frjáls teikning