Verkefni þar sem afgangs efniviður í smíðastofunni er nýttur til þess að skapa vélmenni. Verkefni fyrir 6-12 ára

Aldur:  6-12 ára

Tími: 2-6

Markmið:

  • Gert sér grein fyrir mikilvægi þess að nýta efniviðinn vel
  • Unnið sjálfstætt
  • Sýnt útsjónarsemi og frumleika við gerð verkefnisins
  • Skipulagt sig og unnið eftir fyrirmælum frá kennara
  • Útskýrt reynslu sína af þátttöku í verkefninu
  • Teiknað og komið hugsunum sínum á blað

Efni og áhöld: allir bútar sem eru til, allur afskurður af spýtum. Ónýt blöð og bækur notaðar til að líma á spýturnar hjá þeim sem það vilja. Skrúfur og annað slíkt sem er ekki verið að nýta í smíðastofunni sem og ýmis verðlaus efniviður. Málning og bæs. Trélím og límbyssa.

Framkvæmd:

Viðfangsefnið er að endurnýta þann efnivið sem fellur til í smíðastofu og það sem við höfum safnað af verðlausum efnivið. Samfella í smíðakennslu þar sem sama verkefnið er unnið með nemendum frá 1. bekk til 10. bekk.

Markmið verkefnisins er að kynna nemendum aðalnámskrá og markmiðin fyrir hönnun/smíði. Kennari leggur inn verkefnið. Fer yfir markmið úr aðalnámskrá er snúa að endurnýtingu efniviðs og sjálfbærni. Fer vel yfir verkferil og leggur línurnar með verkefnið. Benda þeim á mikilvægi þess að nýta efniviðinn vel sem til er í smíðastofunni eins og spýtur, málningu og slíkt. Gera nemendur meðvitaða um það að hægt er að nota „rusl“ til að gera flott og vel unnin verkefni. Endurvinnsluverkefni sem unnin eru í smíði eru í tengslum við flokkun okkar í Grunnskólanum í Þorlákshöfn.

Mikilvægt er að nemendur geri sér grein fyrir ákveðnu vinnuferli sem lagt er upp með í verkefnalýsingu og nái að vinna eftir því.

Þegar nemendur hafa lokið vinnu sinni við vélmennið þá teikna þeir nákvæma mynd af verkefninu

Nemendur eiga að :

Finna fyrst alla búta sem þeir ætla að nota

Fara og saga þá búta sem þarf að saga

Næst þarf að pússa alla bútana

Ákveða hverja á að mála/bæsa eða líma blöð á

Setja saman, lím, skrúfur, naglar,

Skreyta með auka hlutum sem nemendur velja sér

Kennari getur sýnt nemendum myndir af slíkum vélmennum sem hægt er að finna á netinu. Það er eingöngu gert til að sýna nemendum hversu margt er hægt að gera og fjölbreytt.