Þetta verkefni opnar augu þátttakenda fyrir þeim áhrifum sem þeir verða fyrir dags daglega frá markaðssetningu og auglýsingum. Verkefni fyrir 14-100 ára

Tími: 60-80 mín, auk heimavinnu

Markmið:

  • Að þátttakendur verði meðvitaðir um þann fjölda auglýsinga og áhrif markaðssetningar sem þeir verða fyrir í daglegu lífi
  • Að þátttakendur hugleiði og ræði hvaða áhrif þetta hefur á langanir þeirra og þarfir
  • Að þátttakendur velti fyrir sér leiðum til þess að minnka þessi áhrif

Framkvæmd: 

  1. Þátttakendur fylgjast með þeim auglýsingum og annarri markaðssetningu sem þeir rekast á eða verða fyrir í heilan dag (til að minnka umfang verkefnisins er líka hægt að afmarka og stytta þennan tíma). Þeir skrá hjá sér í stikkorðum hvaða vöru er verið að auglýsa og í gegnum hvaða miðil. Það setja þeir síðan upp í orðaský.
  1. Hver og einn raðar síðan þessum auglýsingum og markaðssetningum í töflu og metur áhrifin sem þetta hefur á hann. Svarmöguleikarnir sem eru skráðir í viðkomandi reiti eru já, eitthvað og nei.
Dæmi um uppsetningu:
 
  1. Í pörum spyrja þátttakendur síðan hvort annað um það hvaða vörur það eru sem þau hafa sýnt áhuga á, hafa þörf á og/eða langar í. Hvaða áhrif hefði það ef þú vissir ekki að þessi tiltekna vara væri til? Myndir þú saknar hennar? Hefðir þú fundið fyrir þörf á henni?

Hver og einn býr til stutta kynningu um sínar niðurstöður úr öllum þremur skrefum verkefnisins. Kynningin má vera í hefðbundnu fyrirlestrarformi á Power Point eða Canva. En ef áhugi og tími er til væri líka hægt að velja aðra leiðir eins og t.d. að búa til myndasögu, ljóð, veggpjald, bækling, sögu, ræðu, hljóðvarp, lag, frétt, myndband, listaverk, leikrit eða gjörning.

 

Eftir kynningarnar eru áframhaldandi umræður. Dæmi um umræðuspurningar:

Hvað hafið þið lært í gegnum þetta verkefni?

Hvað vakti athygli ykkar? 

Skiptir þessi lærdómur máli fyrir ykkur persónulega?

Hvaða áhrif hefur þessi lærdómur á ykkur í daglegu lífi?

Myndir þú vilja minnka þau áhrif sem auglýsingar og markaðssetning hefur á þig? ef já hvaða leiðir gætir þú farið til þess að svo geti orðið?

 

Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni sem gefin verður út af Skólum á grænni grein, Landvernd, Menntamálastofnun og Rannís.