Nemendur skoða hvað þeir geta gert til að styðja við loftslagið, umhverfið og náttúruna og framkvæma það. Verkefni fyrir 10-16 ára.

Nemendur skoða hvað þeir geta gert til að styðja við loftslagið, umhverfið og náttúruna og framkvæma það.

Aldur: 10-16 ára

Tími: 2 kennslustundir

Markmið:

  • Að nemendur þjálfist í greina stöðuna í nærumhverfinu sínu
  • Að nemendur komi með hugmyndir að endurbótum í sínu nærumhverfi
  • Að nemendur átti sig á að þeir geti haft áhrif á sitt nærsamfélag

Efni/áhöld: Stórt blað til þess að búa til hugarkort á, skriffæri, liti, aðgangur að tölvu (valkvætt)

Aðferð: Kennarinn sýnir nemendum þáttinn Hvað getum við gert : Fornhagablokkin.

Nemendum er síðan skipt í hópa 3-4 saman í hóp og svara í sameiningu eftirfarandi spurningum:

Sjáið þið möguleika í ykkar nærumhverfi til þess að gera það umhverfisvænna?

Nefnið dæmi.

Er nú þegar verið að gera eitthvað gott í þágu umhverfisins?

Nefnið dæmi.

Umræðu er síðan stjórnað af kennara um þessar spurningar hér að ofan, það eykur líkurnar á að nemendur fái hugmyndir sem þeir geta tileinkað sér.

Nemendur teikna inn á hugarkort sínar hugmyndir um hvernig megi gera sitt nærumhverfi umhverfisvænna. Ágætt er að hver nemandi í hópnum búi til svæði á hugarkortinu sem er bara hugsað út frá hans heimili/götu. Nemendur skoða síðan hjá hvort öðru, tengja saman og bæta við eftir þörfum.

Í lokin koma nemendur með hugmyndir um hvernig megi fá nágranna sína með í þessar breytingar.

Nemendur framkvæma síðan bestu hugmyndina, sem getur t.d verið að búa til veggspjald og hengja í stigaganginn eða við götuskiltið, póstur sem settur er á sameiginlega facebooksíðu, semja texta til að ganga í hús og fræða aðra o.s.frv.