Aldur: 4-12 ára
Tími: 6-8
Markmið:
- Að fræða nemendur um orðin uppspretta og vatnsból
- ýta undir skilning á því hvernig vatnið verður drykkjarhæft.
- Eftir þessa vinnu ættu nemendur að geta útskýrt orðin uppspretta og vatnsból, kunna að nota orðin og vita hvað þau standa fyrir.
- Nemendur ættu einnig að hafa fengið innsýn í vatnshringrásina, geta sagt frá því hvaðan vatnið kemur og hvernig það verður drykkjarhæft.
Efni og áhöld: Myndavél, blöð, pennar/litir. Bækur um náttúruna t.d. Íslenskur fuglavísir eftir Jóhann Óla Hilmarsson, Dulin veröld eftir Guðmund Halldórsson og Íslenska plöntuhandbókin eftir Hörð Kristinsson.
Framkvæmd: Farið er í gönguferð/rútuferð að vatnsbóli/uppsprettu. Skoðað og fræðst um hvernig vatnið verður tært og neysluhæft í hringrás sinni í náttúrunni. Athugað er hvað verður um vatnið. Dýra- og plöntulíf við vatnsbólið/uppsprettuna skoðað og rætt.
Kennari undirbýr gönguferð/rútuferð að vatnsbóli. Leiðsögn frá umsjónaraðila vatnsbólsins er nauðsynleg. Kennari aflar sér einnig upplýsinga um viðfangsefnið og finnur leiðir til að miðla þekkingu til nemendanna
Nemendur og foreldrar fá að vita af fyrirhugaðri ferð og foreldrar eru jafnvel hvattir til að koma með ef hægt er. Kennari biður nemendur að hugsa um hvernig þeir haldi að vatnið komi í kranann.
Skoða hvernig er hægt að hreinsa vatn heima, í skólanum eða leikskólanum til að geta drukkið það.
Dæmi: Sía vatn úr á eða stöðuvatni með kaffisíu og sjóða það. Láta það kólna. Bragða á vatninu. Er vatnið öðruvísi á bragðið en kranavatn?
Aðrar nálganir: Nemendur gera líkan af á eða læk í sandkassa, útbúa stíflur, vötn ofl.
Vefsíður til stuðnings
1.kafli í Halló heimur fjallar um vatn Halló heimur 2 (mms.is)
Yrkja-vefur Námsgagnastofnunar: http://www.yrkja.is/
Heimasíða Rauða krossins, von í tæru vatni, myndband: http://www1.nams.is/unicef/