Tími: 10 mín
Markmið:
- Að kveikja áhuga nemenda á því að velta fyrir sér eigin nýtingu og sóun á auðlindum
- Að nemendur átti sig á mikilvægi þess að minnka eigið vistspor
- Að nemendur ræði hvernig þeir geta minnkað sitt vistspor
Framkvæmd:
Allir nemendur sitja í kringum borð. Í miðju borðsins eru litlir miðar í grænum, gulum og rauðum lit. Kennarinn varpar upp spurningum á skjá/töflu og nemendur taka miða í þeim lit sem samsvarar svari þeirra við spurningunni. Í lokin telja nemendur fjölda miða í hverjum lit og segja frá því. Kennarinn leiðir í kjölfarið umræður um málefnin og tengingu þeirra við auðlindir.
Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni sem gefin verður út af Skólum á grænni grein, Landvernd, Menntamálastofnun.