Nemendur velta fyrir sér hversu æskilegt það væri að þessi hugsunarháttur fengi meira vægi hérlendis og hvernig hægt væri að stuðla að því. Síðan ígrunda nemendur hvort og hvernig þessi hugsunarháttur gætir hjálpað til við að stuðla að sjálfbærri þróun.
Tími: 40 mín
Markmið:
- Að nemendur átti sig á því að samfélög þurfa ekki að vera eins og þau eru í dag. Til eru önnur lífsform og annar hugsunarháttur sem getur verið eftirsóknarvert að lifa eftir.
- Að nemendur efli hæfni til samkenndar
- Að nemendur efli skilning á tengingu milli lífsgilda og lifnaðarhátta
Framkvæmd:
Nemendum er skipt niður í litla hópa. Þeir lesa síðan dæmisögu frá Afríku sem er á meðfylgjandi mynd og snýst um þau lífsgildi sem einkenna Xhosa menningunni og er lýst í þeim orðum – Ubuntu – Ég er til því við erum til.
Hóparnir ræða þessi lífsgildi m.a. með því að búa til röksemdarkort þar sem markmiðið er í miðjunni, þ.e. að efla Ubuntu-hugsunarhátt í okkar samfélagi. Síðan er unnið að því í skrefum hvernig það er hægt, hvað þarf að breytast og hvernig.
Hóparnir kynna síðan sitt röksemdarkort og kennarinn leiðir frekari umræður.
Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni 2022