Nemendur skoða nestið sitt og meta virði þess og kostnað fyrir umhverfið og náttúruna. Verkefni fyrir 14-20 ára.

Nemendur skoða nestið sitt og meta virði þess og kostnað fyrir umhverfið og náttúruna.

Aldur: 14 – 20 ára

Tími: 2 kennslustundir

Markmið:

  • Að fá nemendur til að skoða og skilja samhengi hlutanna með vistferilgreiningu og samanburði á hollustu og verði ásamt því að læra að meta hvers virði matvæli eru og hversu miklu er sóað.
  • Að auka víðsýni og efla virðingu nemenda fyrir náttúruauðlindum og umhverfi.
  • Að nemendur átti sig á þýðingu þess að nýta náttúruauðlindir á sjálfbæran hátt og að þeir geti geti sett auðlindanýtingu í samfélagslegt og hagrænt samhengi.

Efni og áhöld: Tæki og aðstaða til að vigta þyngd og mæla rúmmál. Skriffæri eða tölvur til skráningar og útreikninga.

Framkvæmd:

Hver nemandi reiknar út hvað nestið kostar og hversu mikið af því fer til spillis t.d. yfir eina viku. Nemendur velta fyrir sér spurningum á borð við:

Hvaða kostir eru við að að koma lífrænum afgöngum í moltugerð?

Hvað verður um moltuna?

Hve mikið af hreinu plasti fer til endurvinnslu og hve mikið fer í almennt sorp?

Hvaða kostir eru við að nota margnota nestisbox í stað plastpoka eða annarra einnota umbúða (t.d. utan af skyri eða jógúrti)?

Nemendur skila verkefni á því formi sem þeim þykir henta, t.d. með veggspjaldi, kynningu eða öðrum hætti.