Þessi æfing kemur jafnvægi á allan líkamann og hugann þannig að þér líður vel í líkamanum og ert sátt/sáttur í eigin skinni. Hentar öllum aldurshópum

Aldur: hentar öllum

Markmið:

  • Þessi æfing kemur jafnvægi á allan líkamann og hugann þannig að þér líður vel í líkamanum og ert sátt/sáttur í eigin skinni.

Efni og áhöld: Ekki nauðsynlegt, Tingsha eða söngskál

Við upphaf og endi hugleiðslu er slegið í söngskál eða notuð tingsha

Framkvæmd:

Saa-Taa-Naa-Maa

Mantran sem við notum er Saa-Taa-Naa-Maa. Um leið og við segjum hana gerum við eftirfarandi með fingrunum þannig að fingurgómar snertast. http://www.alzheimersprevention.org/images/fingerpositions.gif

Nauðsynlegt er fyrir kennarana að prófa sjálfir æfinguna áður en hún er framkvæmd með börnum bæði til að þeir þekki aðferðina og skoði sína eigin upplifun.

Nemendur þurfa í raun lítinn undirbúning aðalatriðið er að þeir hlusti á leiðbeiningar kennara og taki þátt eins og kostur er.

Kennarar ræða við börnin um áhrif æfingarinnar og tilfinningar sem koma upp. Nemendur skoða hvaða tilfinningar koma upp við æfinguna og hvort hún breyti líðan þeirra og tilfinningum á eitthvern hátt.

Myndband á youtube af æfingunni:

https://youtu.be/NJ7DWoW6yFo