Pappírsskálar – allir fá gott úr prófum

niðurrifinn pappír
Nemendur læra að gera pappírsskálar úr endurnýtum prófum sem búið er að tæta niður. Skálina má fylla með góðgæti og þannig fá allir gott úr prófum. Verkefni fyrir 6-16 ára

Aldur:  6-16 ára

Tími: 2-4 kennslustundir

Markmið:

  • Allir fá gott úr prófum
  • Endurvinnsla pappírs
  • Læra að endurvinna pappír

Efni og áhöld: Pappír, tætari, bali/fata, töfrasproti, skálar, plastfilma, veggfóðurslím, málning og trélím.

Framkvæmd     

Æfingablöð úr samræmdu prófunum tætt í tætara og lögð í bleyti yfir nótt. 

Smá skammtar teknir og maukaðir með t.d. töfrasprota.

Vatnið úr massanum er síað frá og veggfóðurslími blandað saman við.

Skál er fóðruð að utan með plastfilmu og pappírsmassinn er þjappaður þar yfir.  Látið þorna.

Pappírsskálin er máluð og skreytt.

Gott er að mála yfir með þynntu trélími, þá glansar skálin.

Skálin er svo fyllt með einhverju góðgæti