Stutt lýsing
Nemendur kanna hve mikið plast þeir nota dagsdaglega og setja sér svo markmið um að minnka notkun plasts.
Markmið
Að nemendur geri sér grein fyrir hversu mikið af einnota plasti við notum daglega og íhugi aðrar leiðir.
Að nemendur læri um plastmengun í hafi og hvernig megi koma í veg fyrir hana.
Að nemendur setji sér persónulegt markmið og fylgi því eftir.
Lykilspurningar
Hvaða hlutir sem þú notar dagsdaglega eru úr plasti?
Hverjir þeirra eru einnota?
Hverjir eru fjölnota?
Hvaða einnota plasti getur þú sleppt auðveldlega?
Hvað gætir þú notað í staðinn?
Af hverju ættum við að hætta að nota einnota plastumbúðir?
Efni
Aðferð
Verkefnið er heimaverkefni – hægt er að vinna hluta af því í kennslustund.
Hver nemandi á að fylgjast með því hvaða hluti (úr plasti) hann notar yfir daginn. Vinsamlegast skráið alla hluti sem þið notið eða snertið á skráningarblaðið.
Verkefnið hefst þegar nemandinn vaknar og lýkur þegar hann fer að sofa.
Næsta dag á nemandi að skoða niðurstöður sínar og velta fyrir sér hverju hann getur auðveldlega sleppt og setur sér markmið fyrir næstu viku.
Plastáskorun: 1. Gagnasöfnun
Nafn á bekk Nafn:
Hvað notar þú mikið af plasti? Hverju getur þú sleppt?
Laugardaginn __________ ætlum við nemendur í ________að reyna að kanna hve mikið plast við notum þann daginn.
Verkefnið er heimaverkefni – heilsdagsverkefni.
Hver nemandi á að fylgjast með því hvaða hluti (úr plasti) hann notar yfir daginn. Vinsamlegast skráið alla hluti sem þið notið eða snertið á skráningarblaðið.
Verkefnið hefst þegar þú vaknar og lýkur þegar þú ferð að sofa.
Dæmi: tannkrem, tannbursti..
Ég fékk mér hafragraut í stað þess að fá mér cheerios, því að morgunkornið var í plasti í pakkanum.
Hlutir úr plasti sem ég notaði/snerti? | Hvað gæti ég notað í staðinn? |
Plastáskorun: 2. Markmiðasetning
Til umhugsunar:
Get ég notað minna plast? Hvað get ég notað í staðinn? Hverju eru auðvelt að sleppa? Hverju er erfitt að sleppa?
Markmið fyrir næstu viku.
Veldu þér einn hlut sem þú telur að þú getir sleppt. Hvað ætlar þú að nota í staðinn? Gangi þér vel!
Í næstu viku ætla ég að minnka notkun á: