Í þessu verkefni er sjónum beint að lausnum á plastvandanum. Hver getur gert hvað til að draga úr plastmengun? Einstaklingar, fjölskyldur, skólinn eða stjórnvöld? Hver gerir hvað?

Stutt lýsing
Nemendur velta því fyrir sér hvað hægt sé að gera til að draga úr notkun plasts og koma í veg fyrir að plast lendi í sjónum.

Markmið
Að nemendur leiti lausna á plastmengun í hafi
Að nemendur átti sig á að það er ekki einungis einstaklinga að koma í veg fyrir plastmengun.

Efni
Notast má við vinnublað. Nemendur geta einnig gert eigin mynd og gert hringi – eða skeljar.

Lykilspurningar
Hvað geta stjórnvöld og fólkið sem ræður gert til að hjálpa hafinu?
Hvað geta stjórnvöld gert til að minnka notkun á plasti?
Hvað getur skólinn gert til að koma í veg fyrir óþarfa plastnotkun?
Hvernig getur skólinn hjálpað hafinu?
Hvernig getur fjölskyldan þín hjálpað hafinu?
Hvernig getur þú hjálpað hafinu?

Aðferð
Nemendur kynna sér málið og velta fyrir sér lausnum. Hvernig getum við hjálpað hafinu og komið í veg fyrir plastmengun?
Nemendur skrifa atriði inn í skelina.

Afrakstur

Nemandinn velur eitt atriði sem fram kom í vinnu hans og gerir áætlun um að framkvæma hann.

Nemandinn velur eitt atriði hlut sem hann ætlar að koma til skila til fjölskyldunnar, skólans eða stjórnvalda.