Hve mikið plast er í skólastofunni? Hvaða plasti er auðvelt að sleppa? En erfitt að sleppa? Nemendur kortleggja skólastofuna.

Stutt lýsing
Nemendur skoða umhverfi sitt og skoða hve háð við erum plasti. Hvaða plasti er auðvelt að sleppa? En erfitt að sleppa? Nemendur kortleggja skólastofuna og finna til allt sem er úr plasti.

Markmið

Að nemendur geri sér grein fyrir því að plast er af mismunandi gerðum og að auðveldara er að skipta út sumu plasti en öðru.

Lykilspurningar

Hvaða hlutir eru úr plasti inni í kennslustofunni okkar?
Hvaða hlutum er auðvelt að skipta út fyrir aðra úr náttúrulegum efnum?

Aðferð

Nemendur þurfa að nota athyglisgáfuna. Hversu mikið af því sem er í skólastofunni er úr plasti.

Útfærslur

Skráum hjá okkur
Söfnum gögnum og skráum alla hluti sem eru úr plasti á blað eða á töfluna.

Söfnum því saman
Getum við sett alla plasthluti í stofunni í eina hrúgu? Hversu stór er hún? Hverju getum við sleppt?

Umræður

Hvaða önnur efni væri hægt að nota í þessa hluti í staðinn?

Hvaða hlutum er auðvelt að skipta út fyrir aðra úr náttúrulegum efnum?

Hverju er erfitt að skipta út? Af hverju?

Birtist áður hér: Margrét Hugadóttir (2020). Hreint haf. Verkefnavefur. Menntamálastofnun.