Skapandi skil sameina mörg einkenni menntunar eins og nemendamiðaðar aðferðir, notkun fjölbreyttra aðferða og að hafa áhrif út fyrir skólann.

Við erum eins mismunandi og við erum mörg. Við lærum á ólíkan hátt og höfum mismunandi lærdómsstíla. Sumir þurfa að skrifa glósur niður einu sinni og muna allt, aðrir þurfa að teikna, enn aðrir að horfa eða hlusta og svo er það fólkið sem notar smá af þessu og smá af hinu. 

Menntun til sjálfbærni byggir á notkun fjölbreyttra aðferða í þverfaglegum verkefnum, áhersla er lögð á nemendamiðuð verkefni og að nemendur ígrundi vinnu sína og noti verkefni sín til að hafa áhrif. Lesa meira um menntun til sjálfbærni í greininni Hvað er menntun til sjálfbærni? 

Grunnskólar á Íslandi vinna eftir aðalnámskrá grunnskóla. Sjálfbærni hefur verið skilgreind sem einn af grunnþáttum menntunar og eiga skólar að þjálfa lykilhæfni nemenda, meðal annars að veita þeim tækifæri til notkunar á fjölbreyttum miðlum og í þekkingarleit, úrvinnslu og miðlun og að nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt.

Hvað eru skapandi skil?

Nemendur ákveða með hvaða hætti þeir útfæra afurð verkefnisins, þeir geta gert mynd, ljósmynd, slagorð, ljóð, myndband, leikverk, tónlist, gjörning, auglýsingu, skrifað bréf eða grein í blað eða hvað sem þeim dettur í hug.
Lykilatriði er að deila efninu með öðrum t.d. á samfélagsmiðlum skólans, hengja upp veggspjöld í kjörbúðinni, hafa samband við KrakkaRúv, RúvNúll, tala við fjölskyldu og ættingja o.s.frv. Að auki er verkefnið kynnt á lokakynningu fyrir bekkinn.

Nemendamiðað nám

Nemendur sem hafa áhrif á viðfangsefni og aðferðir í námi sínu sýna meiri áhuga og sjálfræði í náminu. Skapandi skil eru frábært leið til að fá nemendur til að vinna með styrkleika sína og spreyta sig á nýjum aðferðum.

Til eru margar verkfærakistur fyrir skapandi skil. Sjá meira um skapandi skil hér að neðan. 

Skapandi verkefnaskil í Norðlingaskóla

Verkefnakista fyrir skapandi skólastarf. Helgi Reyr Auðarson Guðmundsson í Norðlingaskóla. landvernd.is
Verkfærakista Helga Reys Auðarsonar Guðmundssonar í Norðlingaskóla. Norðlingaskóli hefur verið á grænni grein frá árinu 2005.
Smelltu á myndina.

Skapandi skil í Jörð í hættu!?

Verkefnakista með námsefninu Jörð í hættu!? Smelltu á myndina.

Skapandi skil í Engjaskóla

Jóhanna Höskuldsdóttir fyrrum starfsmaður Skóla á grænni grein segir frá skapandi skilum í Engjaskóla. Engjaskóli hefur verið á grænni grein frá árinu 2017. 
Myndband: Mixtúra, Skóla og frístundasvið. 

Skapandi skil í Skarðshlíðaskóla, Hildur Arna Håkansson, Hulda Björk Guðmundsdóttir. Landvernd.is
Veggspjald frá Hildi Örnu Håkansson og Hulda Björk Guðmundsdóttir í Skarðshlíðarskóla. Smelltu á myndina til að fara á heimasíðu Hildar.

Listrænt ákall til náttúrunnar - LÁN

Listrænt ákall til náttúrunnar sameinar listir og menntun til sjálfbærni. Dr. Ásthildur Jónsdóttir er skapari verkefnisins. Smelltu á myndina til að skoða verkefnið nánar.

Tengt efni