Aldur: 10-12 ára
Tími: 4-6
Markmið:
- Að nemendur átti sig á að með því að endurnýta efni og gamlar flíkur er hann að hjálpa umhverfinu
- Að nemendur vinni skapandi vinnu og sinni eigin verki frá upphafi til enda
Efni og áhöld:
Gamlar flíkur, efnisafgangar,saumavél, tvinni og nál, skæri, heftari, lím og annað verðlaust spennandi efni. Engin sérstök námsgögn fylgja þessu verkefni – Hægt að fræða börn um hringrásarhagkerfið og sýna má dæmigerðar tískusýningar á netinu.
Framkvæmd:
Gamlar flíkur og ýmislegt annað sem hægt er að endurnýta á skapandi hátt. Þátttakendur eru nemendur og foreldrar/aðstandendur þeirra. Kennari sér um kynningu fyrir nemendur í tíma og að senda upplýsingabréf heim til foreldra. Byrja skal umræðu í tíma um endurvinnslu, hringrásarhagkerfið, sköpun, föt, tísku, hönnun og tískusóun í framhaldi teikna þau sínar hugmyndir á krassblað. Þeir nemendur sem vilja geta fengið að breyta/bæta ókláruð eða misheppnuð sauma/prjónaverkefni sem textílkennari hefur verið að safna.
Möguleiki er að fá foreldra heima til þess að aðstoða í búningagerð, tengja þannig grænfánastarfið við heimilin. Að því loknu er búningum skilað til kennarans. Þau velja lag sem verður á sýningu, gönguæfing er einu sinni eða tvisvar fyrir sýningu. Hægt er að bjóða öðrum nemendum, kennurum og foreldrum á sýninguna. Einnig getur hún verið hluti af bekkjarkvöldi árgangsins.