Í þessu verkefni lesum við texta um jólin á fyrri tímum. Textinn skiptist í stutta kafla. Þegar búið er að lesa textann á að finna eina til tvær setningar úr hverjum kafla og myndskreyta. Þá verður til stutt myndskreytt saga um jólin á fyrri tímum.

Aldur: 5-12 ára

Framkvæmd

Lesið textann, finnið eina til tvær setningar í hverjum kafla sem ykkur finnst áhugaverðar og myndskreytið.

Einnig er hægt að gera samanburð á jólum fyrri tíma og dagsins í dag. Það er hægt að gera með myndum t.d. teikna mynd af jólagjöf á fyrri tímum og svo dæmigerði jólagjöf sem tíðkast í dag.

Neysla á jólum

Fyrr á tímum var al­menn neysla fólks ann­ars kon­ar en við þekkj­um í dag og efna­hag­ur fólks afar mis­jafn. Margir voru fátækir og vöru­úr­val takmarkað. Þeir sem minna höfðu milli hand­anna létu sér nægja ein­falda um­gjörð, kerti og spil. Þeir sem bjuggu við betri kjör gátu gert vel við sitt fólk, keypt bæði fín­an mat, gjaf­ir og jóla­skraut. All­ir reyndu að halda hátíðleg jól burt sé frá efnahag.

Jólaskraut

Skraut á heim­il­um var fyrst og fremst hand­gert og fólk skreytti með músa­stig­um og spýtujóla­trjám. Kramar­hús voru einnig búin til og stundum fyllt með rúsínum. Flest­ir keyptu kerti en heima­gerð kerti þekkt­ust líka. Þeir sem áttu aura gátu keypt jóla­tré og glitrandi jóla­kúl­ur.

Gjafir

Gjafa­kaup­ voru hófstilltari held­ur en þekk­ist í dag. Á tímum gamla bænda­sam­fé­lag­sins voru jól­in fyrst og fremst hald­in hátíðleg með betri mat og hvíld. Sér­stak­ar jóla­gjaf­ir tíðkuðust varla, fólk fékk þó kerti og nýja flík fyr­ir jól­in til að forðast jólaköttinn. Nú til dags fara fáir í jólaköttinn.
Meira var um jólagjafir í þéttbýlinu, keppt­ust kaup­menn við að aug­lýsa til­vald­ar og hent­ug­ar jóla­gjaf­ir af ýmsu tagi. Bækur voru t.d. algengar jólagjafir. Óhætt er að segja að það jóla­gjafa­flóð sem við þekkj­um í dag var nán­ast óþekkt fyr­ir­bæri fyr­ir 1960.

Jólaföt

Ný flík gat verið margt, prjónaðir sokk­ar eða lepp­ar í skóna, kannski ný svunta eða treyja. Jóla­föt í okk­ar skiln­ingi komu seinna og yf­ir­leitt átti fólk ekk­ert sér­lega mikið af föt­um. Sér­stök jóla­föt urðu ekki al­geng fyrr en eft­ir 1960, nema kannski á fín­ustu heim­il­um.

Jólamatur

Mat­ur­inn sem borðaður var á jól­un­um var frem­ur ólík­ur því sem við eig­um að venj­ast í dag, en boðið var upp á það besta sem til var á heim­il­inu hverju sinni. Stund­um var soðið kinda­kjöt sett í ask­ana, sem var þá kær­kom­in til­breyt­ing frá súr­meti og graut. Með batn­andi efna­hag, auk­inni versl­un og fryst­ingu mat­væla breytt­ust siðir lands­manna.

Um 1960 var lamba­kjöt víða á borðum um jól­in, kótelett­ur, læri eða hrygg­ur. Þá urðu rjúp­ur einnig vin­sæll jóla­mat­ur. Meðlætið var brúnaðar kart­öfl­ur, græn­ar baun­ir og rauðkál, og svo náttúrulega malt og app­el­sín. Með fjöl­breytt­ari mat­væla­fram­leiðslu varð fjöl­breytn­in meiri, ham­borg­ar­hrygg­ur­inn varð vin­sæll og meðlætið fjöl­breytt­ara.

Afrakstur

Myndskreytt frásögn.

Tengd verkefni

Gjafabréf samverustund

Gjafabréf

Hvernig getum við dregið úr neyslu og kaupum á óþarfa í kringum jólin? Gjafabréf eru ein leið til þess! Samvera og ljúfar stundir.
Skoða verkefni
dót í kassa

Litlu jól leikfangaskipti

„Betra er að gefa heldur en að þiggja“ verkefni þar sem þátttakendur öðlast skilning á því að gjafir þurfa ekki alltaf að koma beint ...
Skoða verkefni