Fyrir aldurinn 12-16 ára.
Markmið:
- Að skoða hvernig auglýsingar hafa áhrif á neyslumynstur okkar.
Lýsing:
Auglýsingar höfða til ólíkra þarfa okkar.
Sem dæmi má nefna að í matar og drykkjarauglýsingum er verið að höfða til líkamlega þarfa okkar, við þurfum jú öll að borða og drekka. Auglýsingar um mat og drykk höfða einnig til vellíðunar og ástar þarfa eins og að drekka malt og appelsín saman með fjölskyldunni eða maka.
Auglýsingar sem fjalla um ilmvötn og skartgripi höfða einnig oft til vellíðunar og ástarþarfa, “gefðu elskunni þinni ilm um jólin”.
Margar auglýsingar tengjast öryggisþörf okkar. Talað er um að ákveðnar vörur auki öryggi okkar, einnig tengist öryggisþörf því að við veljum oft merki sem við þekkjum. Þegar auglýst eru dýr vörumerki sem eiga að setja okkur upp á einhvern sérstakan stall í þjóðfélaginu er verið að höfða til þarfa okkar fyrir virðingu annarra.
Framkvæmd
Best er að vinna verkefnið saman í hóp. Skoðið jólaauglýsingar, tvær til fjórar blaðaauglýsingar og tvær til þrjár myndbandsauglýsingar. Svaraðið síðan spurningum hér að neðan.
Spurningar
- Hvað er verið að auglýsa?
- Hvaða aðferðum er beitt til þess að fá fólk til að kaupa hlutinn?
- Til hvaða þarfa okkar höfðar auglýsingin?
- Hvaða litur er mest áberandi í jólaauglýsingum? Af hverju ætli það sé?
- Er einhver munur á auglýsingum sem tengjast jólum og öðrum auglýsingum?
Afurð
Glærukynning sem kynnt er fyrir bekknum, auglýsingarnar sýndar og umfjöllun fylgir með.