Þrátt fyrir að á Íslandi sé gott rennandi vatn í krönum sem þarf ekki að borga fyrir. Þá er gosdrykkjaneysla landsmanna umtalsverð. Í þessu verkefni skoða nemendur gosdrykkjaneyslu sína yfir ákveðið tímabil. Nemendur verða meðvitaðri um eigin gosneyslu, hvað varðar sykurmagn, kostnað og hvað hægt er að fá til baka með endurvinnslu. Verkefni fyrir 8-15 ára nemendur.

Efni og áhöld
Ílát undir tappa og flipa, gostappa, reiknivélar

Framkvæmd
Nemendur safna töppum og ál flipum af öllu gosi sem þeir drekka yfir tveggja vikna tímabil (getur verið lengra eða styttra). Á töppunum er hægt að sjá hvort um er að ræða sykraða drykki eða kolsýrt vatn. Að tímabili loknu er hægt að skoða og setja í línurit ýmsa útreikninga s.s. meðaltal lítra á hvern nemanda, kostnað við kaup á drykkjum, sykurmagn, endurvinnslugjald o.fl.

Tengd verkefni

torfbæir í vetrarbúning, landvernd.is

Gömlu góðu jólin

Í þessu verkefni lesum við texta um jólin á fyrri tímum. Textinn skiptist í stutta kafla. Þegar búið er að lesa textann á að finna ...
Skoða verkefni
Mynd af púsli, landvernd.is

Jólaleg púsluspil

Það er skemmtileg þraut að púsla, stundum gerist það að eitt og eitt púsl týnist og púsluspilið er ekki lengur nothæft, því geta ónothæf púsluspil ...
Skoða verkefni