Aldur: 14 – 100 ára
Tími: 30-45 mín
Markmið:
- Að nemendur átti sig á óréttlæti tengt fólksfjölda, tekjum, orkunotkun og losun koltvísýrings í heiminum
Áhöld: Mynd af heiminum, spilateningar, leik-peningur, te-ljós, eldspýtur
Framkvæmd: Það þarf stóra mynd af heiminum, best væri ef hún er það stór að nemendur geta raðað sér sjálfir á heimsálfurnar. Ef minni mynd er notuð er hægt að nota hluti t.d spilakarla í staðinn, þá í sama fjölda og nemendur í bekknum.
Nemendurnir eiga að ímynda sér að þau öll saman endurspegla allan fólksfjöldann í heiminum. Síðan staðsetja þau sig eða spilakarlana á þann hátt á heimsmyndina eins og þau halda að dreifing fólksfjöldans sé hlutfallslega miðað við fjölda nemenda. Svo eiga nemendur að dreifa spila-peningum (sem eru til í sama fjölda og fjöldi nemenda) eftir því sem þau halda að auður skiptist í heiminum.
Því næst áætla nemendur hversu mikið af koltvísýringi er hlutfallslega losað í hverja heimsálfu með því að staðsetja te-ljósin á myndina. Í lokin staðsetja nemendur síðan eldspýturnar eftir því hversu mikill orkunotkun er í hverri heimsálfu.
Í gegnum þennan leik geta nemendur auðveldlega greint dæmi um óréttlæti í heiminum. Meðal annars geta þau áttað sig á því hversu mikill munur er á losun koltvísýrings milli ríkra og fátækra landa og eins hversu mikill munur er á launakjörum milli heimsálfa og landa. Út frá þessum staðreyndum er síðan hægt að fjalla m.a. betur um það óréttlæti að starfsfólk í fátækum löndum sem eru m.a. að framleiða vörur handa okkur sem erum rík, fái ekki betur borgað. Eins og fjalla um það hversu mikið óréttlæti það er að fólk í fátækum löndum sem ber eiginlega enga ábyrgð á loftslagsbreytingum þarf samt að þola stóran hlut af afleiðingum eins og flóð, þurrka og fellibyli. Þegar fjallað er um muninn á orkunotkun má í framhaldi spyrja nemendur hvað þau halda að orkunotkunin á Íslandi á mann stendur í samanburði við önnur lönd.
Kanna þarf eftirfarandi upplýsingar:
Hægt er að finna tölurnar t.d. á eftirfarandi síðum (málið er ekki að finna nákvæma tölur heldur að hafa hlutföllinn nokkuð veginn á hreinu):
Fólksfjöldi: https://www.worldometers.info/geography/7-continents/
Vergar þjóðartekjur: https://www.worldatlas.com/articles/the-continents-of-the-world-by-gdp-per-capita.html
Losun CO2: https://ourworldindata.org/co2-emissions
Orkunotkun á hvern íbúa: https://ourworldindata.org/energy-production-consumption
Orkuframleiðsla á Íslandi: https://www.stjornarradid.is/verkefni/audlindir/orkusparnadur-og-orkunytni/
https://www.ramma.is/hugmyndafraedi/orkulindir-og-sjalfbaerni/
Fullt af upplýsingum: https://ourworldindata.org/
Umræður eftir leikinn
- Nemendur lýsa stöðunni
- Hægt er að ræða hvort þessi staða komi nemendum á óvart
- Nemendur fá tækifæri til þess að tala um það hvernig þeim líður varðandi þessa stöðu
- Nemendur ræða af hverju þetta er svona? Hér ætti ekki síst að ræða viðskiptahætti milli ríkra og fátækra landa, arðrán auðlinda, skoða sögu nýlendustefnu áður fyrr, þrælahald, munur á lifnaðarháttum fólks á hverju svæði o.fl.
- Nemendur geta rætt hvort það þurfi ekki breytingar að verða á þessari stöðu og af hverju?
- Síðan er mikilvægt að spyrja nemendur eftir sínum hugmyndum um það hvað væri hægt að gera og hvað þarf að gera til þess að stuðla að meiri réttlæti?
Samhliða umræðunum er einnig mjög áhugavert að nemendur skoði síðuna https://worldmapper.org/ .
Heimild: https://www.globaleslernen.de/de/bildungsmaterialien/alle/weltverteilungsspiel
Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni sem gefin verður út af Skólum á grænni grein, Landvernd og Menntamálastofnun.