Molta í krukku er verkefni þar sem nemendur skoða hvað brotnar niður yfir langan tíma. Búðu til moltu í krukku. Verkefni fyrir 3-16 ára.

Molta í krukku er verkefni þar sem við skoðum hvernig efni brotna niður í náttúrunni. Gerum moltu í krukku. Nemendur rannsaka ólík efni og hvernig náttúruleg ferli og niðurbrot eiga sér stað.

Þema: Úrgangur og neysla, lífbreytileiki. 

Fyrir hvern? Leikskólastig, grunnskólastig.

Tími: Verkefnið tekur heila önn.

Markmið
Markmiðið er að nemendur öðlist skilning á muninum milli niðurbrjótanlegra efna og efna sem brotna ekki niður.

Efni og áhöld
Þú þarft:
Stóra glæra krukku, ílát eða gamalt fiskabúr.
Notast má við rauðkálskrukkur, gömul fiskabúr eða jafnvel víða blómavasa. Lykilatriðið er að efnið sé gagnsætt.

Lífrænt: grænmæti, t.d. hálfa papríku, gúrku

Pappír: Dagblaðaörk

Plast: plastgaffall

Fernur: hluti af mjólkurfernu

Málmar: lok af áldós eða álpappír

Valkvætt: Karsafræ eða chia-fræ.

… og fleira! Látið ykkur endilega detta fleiri efni í hug með nemendunum.

 

Aðferð

Fyllið ílátið með nemendum af mold og hafið tilraunaefnið sýnilegt upp við glerið. Þá má t.d. sjá hvernig paprikan brotnar niður á nokkrum vikum, dagblaðaörk á mánuðum og önnur efni haldast óbreytt.

Tilvalið er að sá t.d. karsa- eða chia-fræjum í moldina til að skoða gróanda í samhengi við niðurbrotið.

Í þessu verkefni skoða nemendur hversu hratt ólík efni brotna niður í jörðinni. Það gera þau með því að fylgjast með niðurbrotsferlinu í gegnsærri krukku. Verkefnið tekur a.m.k. eina skólaönn.

Dæmi um spurningar sem nemendur geta hugleitt á meðan og eftir að ferlið á sér stað:

  • Hvað brotnar fyrst niður?
  • Hvað tekur lengri tíma að brotna niður?
  • Er eitthvað í krukkunni sem helst algjörlega óbreytt?
  • Hvað þykir þér athyglisverðast við athuganir þínar eða ferlið í heild sinni?

Nemendur skrá reglulega hjá sér athuganir sínar yfir önnina.

Verkefnið fylgir nýju námsefni Hreint haf – plast á norðurslóðum sem kemur út hjá Menntamálastofnun og Landvernd á næstunni.

Kynntu þér grænfánann

Menntun til sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar, Landvernd hefur farið með umsjón Grænfánans frá árinu 2001, landvernd.is

Námsefni og verkefnahugmyndir

Stýrihópur grænfánans

GRÆNFÁNINN