Tími: 2-3 kennslustundir
Markmið:
- Að þátttakendur hugsi stórt og vítt um öðruvísi jólaóskir, sem færir hugann frá eigin neyslu að aðgerðum til að stuðla að velferð mannkyns og Jarðarinnar
- Að þátttakendur þjálfist í því að rökstyðja mál sitt á hnitmiðaðan hátt
- Að þátttakendur velti fyrir sér leiðum til að raungera ósk sína
Framkvæmd:
1. Nemendur hugsa hvers þeir óska fyrir Jörðina, lífríkið og mannkynið. Hver og einn býr til þrjár óskir. Óskirnar geta tengst heimsmarkmiðum, einhverju í lífi þeirra eða málefnum annars staðar á jörðinni.
Af óskunum þremur velur hver og einn eina ósk, skrifar hana niður á nafnspjald ásamt stuttri útskýringu á óskinni. Afhverju valdir þú þessa ósk?
Þegar nafnspjöldin eru tilbúin, ganga nemendur um stofuna og stoppa tveir saman, þeir segja hvor öðrum frá óskinni sinni, halda síðan áfram og finna nýja félaga, þetta er endurtekið 3-5 sinnum.
2. Næst velja nemendur 4-5 mismunandi óskir (eða færri ef hópurinn er minni) til að skoða betur í heimskaffi.
Ef unnið er með 4 óskir. Þá verða til 4 hópar með 4-5 í hóp.
Velja þarf einn hópstjóra í hverjum hóp. Hver hópur býr til hugarkort. Hvað þarf að gerast til þess að óskin geti orðið að veruleika? Hvaða þurfa ólíkir aðilar, stofnanir, stjórnvöld, almenningur að gera til þess að óskin rætist?
Eftir 15 mínútur er hópunum stokkað upp, hópstjórinn verður alltaf í sama hóp. Hóparnir breytast 3-4 sinnum, þannig að flestir taka þátt í öllum hópunum.
3. Hver hópur kynnir sína niðurstöður og kennarinn stýrir umræðum.
4. Nemendur geta komið niðurstöðum verkefnisins á framfæri t.d. með því að skrifa í skólablaðið/vefinn, setja niðustöður á töflu í skólanum eða búa til frétt um málið.
5. Mjög áhirfaríkt væri að vinna áfram með þetta verkefni á þann hátt að nemendur, annað hvort sem hópur eða einstaklingar, sendi bréf til fólks í stjórnunnarstöðum eins og stjórnmálafólks, sveitarstjórnarfólks, forsvarsfólks fyrirtækja eða einfaldlega til fjölskyldu sinnar. Þar munu þau skrifa niður sína helstu “öðruvísi jólaóskir” (kannsi þrjár óskir) og spyrja viðkomanda þá: Hvað ert þú tilbúin að gera til þess að hjálpa mér/okkur í því að þessi ósk verður að veruleika?
Verkefnið er hluti af óútgefinni handbók eftir Guðrúnu Schmidt um menntun til sjálfbærni sem gefin verður út af Skólum á grænni grein, Landvernd, Menntamálastofnun og Rannís.