Ertu hætt að kaupa plastpoka? Vantar þig poka í ruslið? Gerðu pappapoka úr dagblöðum og hjálpaðu umhverfinu.

Plastmengun er raunverulegt vandamál. Einfaldasta lausnin við plastmengun er að hætta notkun einnota plastumbúða.

Notkun fjölnotapoka við innkaup hefur aukist mikið og víða um land hafa verið settar upp pokastöðvar þar sem taupokarnir eru sameign samfélagsins.

Pappapoki í ruslið

Nú, þegar notkun taupoka er að aukast þá spyrja margir; „Hvað á ég að nota í ruslið?”
Við hjá Landvernd bendum fólki á að nýta þá poka sem koma inn á heimilið með öðrum innkaupum, líkt og poka undan salernisrúllum og brauði. Ef sleppa á öllu plasti þá er hægt að búa til ruslapoka úr dagblöðum. Sérstaklega ef flokkað er á heimilinu, því að ef að plast, pappír, málmur og jafnvel lífrænt rusl er flokkað frá, þá er ansi lítill hluti sem fer í almennt rusl til urðunar.

Stutt lýsing

Margir spyrja; „Hvað á ég að nota í ruslatunnuna ef ég hætti að kaupa plastpoka?“
Ef að flokkað er á heimilinu, t.d. plast, pappír og lífrænn úrgangur er mjög lítið sem safnast í almenna ruslið. Hægt er að nota lítið nestisbox fyrir ruslið og klæða það að innan með poka sem gerður er úr gömlum dagblöðum. 

Markmið 
Að læra að búa til ruslapoka úr dagblöðum
Að draga úr notkun plastpoka

Lykilspurningar
Hvað getum við notað í ruslið ef við hættum að kaupa plastpoka? 

Efni
Dagblað
Skæri

Aðferð
Sjá myndband Landverndar.  (1,5 mín) íslenska. 

 

Birtist áður hér: Margrét Hugadóttir (2020). Hreint haf. Verkefnavefur. Menntamálastofnun.