Þjóðráð Landverndar: Ruslapoki úr dagblöðum

Plastmengun er raunverulegt vandamál. Einfaldasta lausnin við plastmengun er að hætta notkun einnota plastumbúða.

Notkun fjölnotapoka við innkaup hefur aukist mikið og víða um land hafa verið settar upp pokastöðvar þar sem taupokarnir eru sameign samfélagsins.

Hvað á ég að nota í ruslið?

Nú, þegar notkun taupoka er að aukast þá spyrja margir; „Hvað á ég að nota í ruslið?”
Við hjá Landvernd bendum fólki á að nýta þá poka sem koma inn á heimilið með öðrum innkaupum, líkt og poka undan salernisrúllum og brauði. Ef sleppa á öllu plasti þá er hægt að búa til ruslapoka úr dagblöðum. Sérstaklega ef flokkað er á heimilinu, því að ef að plast, pappír, málmur og jafnvel lífrænt rusl er flokkað frá, þá er ansi lítill hluti sem fer í almennt rusl til urðunar.

https://youtu.be/1vaBgt6zSJg

Við skorum á þig að prófa!

Einnig hvetjum við þig til að taka plastáskorun Landverndar!

Scroll to Top