Skordýrahótel, viðarhús með litlum skotum og skjóli fyrir pöddur. landvernd.is

Skordýrahótel – Hótel fyrir pöddur af öllum stærðum og gerðum

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Verndum lífbreytileikann og opnum hótel. Skordýrahótel veitir fyrir pöddum og smádýrum skjól fyrir veðri.

Skordýrahótel eða pödduhótel veita skordýrum og áttfættlingum öruggt skjól.

Opnum hótel

Það er mikilvægt að tryggja smádýrum gott búsvæði. Auka má heimsóknir smádýra á skólalóð eða í garð með því að búa til skordýrahótel. Notast má við allskyns náttúrulegan efnivið og útbúa stór og smá herbergi.

Án smádýra væru engir ávextir

Smádýrin eru mikilvægur hlekkur í lífríkinu á jörðinni. Flugur ferðast á milli blóma og drekka blómasafa. Í leiðinni fá þær á búkinn frjókorn sem þau fljúga með á næsta blóm og þannig frjóvgast blómin og þá verða til ávextir og fræ.

Skordýrahótel veitir skjól í kulda

Skordýrahótel geta verið góður felustaður fyrir smádýr og veitir skordýrum skjól fyrir veðri og vindum og dýrum sem vilja éta þau.

Pödduhótel í Englandi.

Í sól og sumaryl

Skordýrum líður vel í hlýju lofti og því er gott að setja skordýrahótelið á stað sem sólin skín, t.d. sunnan við húsið.

Skordýrahótel veitir smádýrum skjól.
Notast má við fjölbreyttan náttúrulegan efnivið.

Fjölbreytt byggingarefni

Mikilvægt er að nota náttúrulegefni sem innihalda ekki málningu og efni sem geta verið eitruð skordýrum. Bambusprik og önnur efni sem eru hol að innan veita mörgum smádýrum skjól. Börkur, bylgjupappi og sprek geta gagnast vel.

Pödduhótel á Laugarvatni. Nemendur í Bláskógaskóla smíðuðu hús sem er skordýrahótel.

Nemendur í Bláskógaskóla Laugarvatni eru að byggja pödduhótel við skólann. Skólinn er þekktur fyrir mikið útinám og er útiskóli fastur í stundartöflu á miðvikudögum allt skólaárið um kring. Bláskólaskóli er grænfánaskóli á grænni grein.

Lífbreytileiki er mikilvægur fyrir lífið á jörðinni

Þróun lífvera á jörðinni hefur tekið milljónir ára og á þessum tíma hafa þróast ótal tegundir lífvera. Ein af nauðþurftum allra lífvera er skjól. Við getum stutt við smádýrin með því að tryggja þeim búsvæði í okkar umhverfi. Við getum gert það með því að viðhalda náttúrulegum gróðri og villigörðum. Svo má auðvitað búa til skordýrahótel. 

Lífbreytileiki er mikilvægur fyrir lífríkið á jörðinni því að með því að hafa margar og ólíkar lífverur er lífríkið betur í stakk búið til að takast á við breytingar í umhverfinu og lifa af. Ef allir eru eins þá geta breytingar haft alvarleg áhrif á lífríkið. 

Lífbreytileiki, einnig kallaður líffræðilegur fjölbreytileiki, felur í sér fjölbreytileika allra lífvera, þ.e. plantna, dýra, sveppa og örvera. En lífverur af sömu tegund geta líka verið ólíkar. Horfðu yfir vinnufélaga eða fjölskyldu og sjáðu hvað allir eru ólíkir. Þessi breytileiki er einnig hluti af lífbreytileika. Dæmi um ólíkar tegundir lífvera: sveppur, fluga, refur, amaba og hvalur.

Lífbreytileiki er eitt af þemum Skóla á grænni grein

Skólar á grænni grein stíga skrefin sjö. Þau eru hugsuð sem verkfæri sem skólar geta notað til að koma á breytingum í átt að sjálfbærni sem eru mótaðar og innleiddar á lýðræðislegan hátt. 

 

Skólar á grænni grein vinna að einu til tveimur þemum á hverju grænfánatímabili sem stendur að jafnaði í tvö ár.

Grænfánanefnd metur stöðu mála í skólanum með tilliti til þemans og setur svo fimm til sex markmið sem unnið er að í skólanum. 

Lífbreytileiki er eitt af þeim þemum sem skólar geta valið um og er vinsælt að kortleggja lífbreytileika á skólalóðinni og setja upp skordýrahótel. 

Ítarefni

 

Pödduvefur Náttúrufræðistofnunar Íslands

Líf á landi eftir Sólrúnu Harðardóttur 

Geitungar á Íslandi eftir Erling Ólafsson 

Humlur – Milli himins og jarðar eftir Hörpu Jónsdóttur

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Scroll to Top