Búum til skraut á jólatréð úr trölladeigi eða kartöflumjölsdeigi og notum t.d greninálar til þess að skreyta það með. Hentar öllum aldri

Framkvæmd

Búið til trölla/kartöflumjölsdeig, fletjið deigið út og pressið piparkökuformum ofan í deigið. Gerið gat efst á hverri köku fyrir band. Skreytið með greninálum með því að þrýsta þeim ofan í kökuna. Setjið band í gatið og hengið upp á jólatréð.

Það er líka að gera þetta án deigsins, þá er hægt að nota karton (endurnýta bylgjupappa) klippa það til í jólaleg form og líma nálar á pappírinn.

Trölladeig uppskrift

300 gr fínt borðsalt
6 dl. sjóðandi vatn
1 msk matarolía
300 gr hveiti
Gott er að vera í gúmmíhönskum. Setjið borðsaltið í skál og hellið vatninu yfir ásamt matarolíu og matarlit.
Hrærið hveitinu smátt og smátt saman við þar til leirkúla hefur myndast. Hnoðið deigið í höndunum þar til að það er orðið mjúkt og teygjanlegt. Bætið við hveiti eftir þörfum. Bakist í ofni við 175gr í eina og hálfa klukkustund.

Kartöflumjöls uppskrift

Ef það er ekki aðgangur að bakaraofni þá er upplagt að gera þessa uppskrift og leyfa deiginu að harðna sjálft á einum sólarhring.
100 gr kartöflumjöl
300 gr matarsódi
200 ml vatn