Í þessu verkefni förum við út og finnum efni úr náttúrunni t.d. greni, köngla og ber ef við eigum frá haustinu og búum til jólakrans. Hentar öllum aldri

Efni og áhöld
Bylgjupappi, skæri, band, efni úr náttúrunni t.d. greni, könglar og ber.
Framkvæmd
Farið út og finnið náttúruleg hráefni sem þið viljið nota. Klippið hringlaga form úr bylgjupappa. Hér er upplag að nýta pappakassa sem til falla í skólanum. Límið greni, ber, köngla á pappann eða bindið skrautið fast á pappann.