Ef það er eitthvað sem auðvelt er að nálgast í miklu magni þá eru það klósettrúlluhólkar. Þá má nýta á fjölbreyttan hátt, hér er hugmynd að jólaskrauti þar sem klósettrúlluhólkur er notaður. Verkefni fyrir nemendur á öllum aldri.

Efni og áhöld: Klósettrúlluhólkar, pappír, skæri, lím, málning, litir


Framkvæmd: Takið klósettrúlluhólk hafið hann eins og hann er eða málið hólkinn eftir smekk. Klippið út lítinn hring, klippið út loga og límið á hringinn. Klippið tvær rifur í hólkinn og stingið hringnum þar ofan í.

Tengd verkefni

torfbæir í vetrarbúning, landvernd.is

Gömlu góðu jólin

Í þessu verkefni lesum við texta um jólin á fyrri tímum. Textinn skiptist í stutta kafla. Þegar búið er að lesa textann á að finna eina til tvær setningar úr hverjum kafla og myndskreyta. Þá verður til stutt myndskreytt saga um jólin á fyrri tímum.

Skoða verkefni
Mynd af púsli, landvernd.is

Jólaleg púsluspil

Það er skemmtileg þraut að púsla, stundum gerist það að eitt og eitt púsl týnist og púsluspilið er ekki lengur nothæft, því geta ónothæf púsluspil safnast upp í skólum. Í staðinn fyrir að henda þeim þá er hægt að nýta þau í ýmis konar föndur og gjafir tengdar jólum. Verkefni fyrir 4-8 ára nemendur.

Skoða verkefni
Scroll to Top