Í leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ hafa nemendur endurnýtt leirtau og búið til skemmtileg listaverk. Sjá ljósmynd.
Í Krakkaborg í Flóahreppi er leirtau og flísar nýttar til jólagjafagerðar.
Þetta er upplagt því oft safnast upp leirtau sem ekki er notað lengur bæði í skólum og á heimilum.
Efni og áhöld: Leirtau,flísar málning, hamar.
Aldur: 2-8 ára
Með hringrásarhagkerfið í huga viljum við nýta það sem til er og gefa hlutum framhaldslíf. Í leikskólunum Tjarnarseli og Krakkaborg vinna nemendur með leirtau og flísar sem hætt er að nota. Börnin skreyta og gera listaverk og jólagjafir.
Sniðugt getur verið að óska eftir slíku frá foreldrum eða jafnvel fyrirtækjum í nærumhverfinu. Nemendur geta málað á leirtauið og flísarnar. Önnur hugmynd er að brjóta það niður og búa til mósaíkverk.
Tengd verkefni
Gömlu góðu jólin
Í þessu verkefni lesum við texta um jólin á fyrri tímum. Textinn skiptist í stutta kafla. Þegar búið er að lesa textann á að finna eina til tvær setningar úr hverjum kafla og myndskreyta. Þá verður til stutt myndskreytt saga um jólin á fyrri tímum.
Jólaleg púsluspil
Það er skemmtileg þraut að púsla, stundum gerist það að eitt og eitt púsl týnist og púsluspilið er ekki lengur nothæft, því geta ónothæf púsluspil safnast upp í skólum. Í staðinn fyrir að henda þeim þá er hægt að nýta þau í ýmis konar föndur og gjafir tengdar jólum. Verkefni fyrir 4-8 ára nemendur.