Markmið:
- Að nemendur geri sér grein fyrir því sem hefur verið gert í umhverfismálum í skólanum.
- Að vekja áhuga nemenda á umhverfismálum.
- Að nemendur geri verkefni sín sýnileg og aðgengileg öðrum.
Efni og áhöld:
KortktaflaEndurnýtanlegur pappír og efniviður sem hægt er að nota til að skrá upplýsingar á töfluna.
Skæri, lím, litir og annað efni eftir þörfum.
Framkvæmd:
Valinn er staður fyrir töfluna og nemendur fara í hugmyndavinnu um útlit hennar.
Nemendur þurfa einnig að velta fyrir sér hvað skal setja á töfluna og vinna sameiginlega úr þeim niðurstöðum.
Búa töfluna til og raða upplýsingum inn á hana. Upplýsingarnar geta verið yfirlit yfir grænfánavinnuna í skólanum, myndir sem sýna vinnunna, áhugaverðar greinar eða myndir sem tengjast umhverfismálum og hugmyndir um hvað hægt er að gera til að bæta umhverfismál í skólanum enn frekar.
Undirbúningur kennara
Vera búin að taka saman yfirlit yfir það sem gert hefur verið í tengslum við Grænfánaverkefnið í skólanum.
Taka til efni og áhöld.
Undirbúningur nemanda
Hafa tekið þátt í Grænfánavinnu í skólanum svo þeir séu meðvitaðir um þau verkefni sem hægt væri að sýna á töflunni.
Vefsíður sem hægt er að nota:
Heimasíða skólans (ef verkefni tengd Grænfánavinnunni hafa verið sett þar inn)