Grænfáninn
Eco-Schools Iceland
Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi.
Grænfáninn.is
Grænfáninn hefur fengið sinn eigin vef, þar sem þú finnur allar upplýsingar um þátttöku og skráningu og námsefni til að vinna með í Grænfánastarfinu.
Verkefnið Umhverfisfréttafólk á líka sitt heimili á grænfáninn.is
Verkefnakista
Skóla á grænni grein
Í verkefnakistu Skóla á grænni grein má finna verkefnalýsingar fyrir öll skólastig. Verkefnin eru flokkuð eftir þemum grænfánans, grunnþáttum menntunar og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnalýsingar koma frá grænfánaskólum víða um land og sérfræðingum Landverndar.
Þú verndar aðeins það sem þú elskar, þú elskar aðeins það sem þú þekkir, þú þekkir aðeins það sem þér er kennt.
Guðmundur Páll Ólafsson
Menntun til sjálfbærni eykur færni og hæfni nemenda til að greina stöðu mála í umhverfi sínu hafa áhrif.
Nemendur velta fyrir sér áskorunum sem blasa við mannkyninu og taka til aðgerða.
Markmiðið er að skapa réttlátan heim og framtíð þar sem þar sem fólk hefur jöfn réttindi og tækifæri. Skapa framtíð þar sem ekki er gengið svo á auðlindir jarðar að þær þverri og nái ekki að endurnýja sig.