Skólar á grænni grein
Eco-Schools Iceland

Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi.
Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla.
Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.

Þú verndar aðeins það sem þú elskar, þú elskar aðeins það sem þú þekkir, þú þekkir aðeins það sem þér er kennt.

Guðmundur Páll Ólafsson

Skráðu skólann þinn á græna grein. Grænfánaskólar hafa áhrif og eru leiðandi í menntun til sjálfbærni, náttúruvernd og umhverfismálum. 

Skólar nota skrefin sjö til að innleiða breytingar á lýðræðislegan hátt með þátttöku nemenda og starfsfólks. Fyrsta skrefið er að setja á laggirnar umhverfisnefnd í skólanum. Kynntu þér skrefin sjö hér. 

Skólar vinna að einu til tveimur þemum í einu.  Þemum tengjast öll sjálfbærni og grunnþáttum menntunar. Hverju þema fylgir lýsing, gátlisti, verkefnahugmyndir og verkefnalýsingar.

Hefur skólinn þinn stigið skrefin sjö? 
Þá er tímabært að sækja um grænfána. 

Vinsælt efni

Í verkefnakistu Skóla á grænni grein má finna fjölmörg verkefni frá þátttökuskólum. Unnið er að uppfærslu verkefnakistunnar en hún er þó enn opin á gömlu slóðinni.

Landvernd gefur út námsefni og miðlar verkefnahugmyndum til grænfánaskóla.  Skoðaðu verkefni, hugmyndir og námefni. 

Menntun til sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar, Landvernd hefur farið með umsjón Grænfánans frá árinu 2001, landvernd.is

Gátlistar – Nemendur meta stöðu mála með hjálp gátlista

Nemendur meta stöðu mála í skólanum með hjálp gátlista fyrir hvert þema. Gátlistarnir gagnast skólum í skrefi tvö. Skrefin sjö eru verkfæri sem Skólar á grænni grein nota til að innleiða breytingar á lýðræðislegan hátt.

Skólar á grænni grein eru um 200 ár Íslandi og á öllum skólastigum, landvernd.is

200 skólar á grænni grein

Skólar á öllum skólastigum taka þátt í grænfánaverkefninu. Skólar á grænni grein vinna að menntun til sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Grænfáninn er veittur þeim skólum sem vinna að umhverfismálum á fjölbreyttan hátt, þessi mynd er frá afhendingu grænfánans í Foldaskóla í maí 2017, landvernd.is

Grænfáninn – Hvað táknar myndin á fánanum?

Hvað tákna myndirnar á grænfánanum? Græni liturinn minnir á græna gróðurinn sem er forsenda alls lífs á jörðinni.

Landvernd kemur að útgáfu fjölbreytts fræðsluefnis, landvernd.is

Handbók Skóla á grænni grein

Handbókin fjallar um Grænfánaverkefnið, þemu verkefnisins og tengingu þeirra við aðalnámskrá og grunnþætti menntunar.

Nánar →

Viðburðir grænfánans

Barn í blárri úlpu stendur í mosagrónu hrauni. Valdið til unga fólksins í gegnum verkefnin Skólar á grænni grein og ungt umhverfisfréttafólk.

Valdið til unga fólksins

Landvernd rekur tvö verkefni sem stuðla að valdeflingu nemenda. Skólar á grænni grein og Ungt umhverfisfréttafólk færa valdið til unga fólksins.

Hvað er menntun til sjálfbærni? Skólar á grænni grein styðja við gæðamenntun í landinu. landvernd.is

Hvað er menntun til sjálfbærni?

Skólar á grænni grein eru helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í dag. Að slíkri gæðamenntun vinna skólar á þverfaglegan og skapandi hátt. Verkefnin eru unnin heima með heiminn í huga.

krakkar að leiðast úti í náttúrunni, landvernd.is

Sjálfbærnimenntun og aðalnámskrá

Sjálfbærni er einn af grunnþáttum menntunar á Íslandi. Í aðalnámskrá er kveðið á um að menntun til sjálfnærni skuli samfléttuð í allt nám.

Menntaverkefni Landverndar

Play Video

Skólar á grænni grein eru helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heimum í dag​.

UNESCO, 2014
Scroll to Top