Markmið
- Að börn fái tilfinningu fyrir því að hvaðan hlutir koma
- Að börnin átti sig á því að Jörðin skaffar okkur allt það sem við þurfum
Aðferð
Lesið eftirfarandi texta:
Allt sem við kaupum, borðum og notum kemur frá Jörðinni. Allt í kringum okkur, hefur Jörðin gefið okkur.
Fötin sem við klæðumst, matinn sem við borðum, tæki, leikföng og lengi mætti áfram telja.
Það er ekki svo langt síðan fólk þurfti að afla sér eigin matvæla, t.d. með því að veiða fisk í matinn eða mjólka kúnna á bænum. Föt voru unnin úr ull sem kom af kindunum af bænum og símar voru ekki einu sinni til á hinu hefðbundna heimili á Íslandi.
Því meira sem við kaupum því meira þarf að búa til og því meira sem við búum til því meira þurfum við að taka frá jörðinni.
Framkvæmd
Nemendur koma með hlut sem þeir fengu í jólagjöf í fyrra eða áður og reyna að finna uppruna hlutarins og finna svör við spurningum hér að neðan.
Spurningar
- Hvar var hluturinn framleiddur?
- Úr hvaða efnum er hann?
- Hvernig er hann framleiddur?
- Hvernig tengist hluturinn náttúrunni?
- Er hluturinn nauðsynlegur eða er í lagi að hann sé ekki til?
- Er auðvelt að endurnýta eða endurvinna hlutinn?
Leggið áherslu á að svarið nei er ekki rangt og allir hlutir eru búnir til úr efnum sem koma frá Jörðinni.
Fyrir yngri nemendur er gott að vera með einfalda hluti sem þeir þekkja úr umhverfinu sínu t.d síma, borðspil, mandarínu, plastflösku, sultukrukku, föt, bók. Flestir hlutir koma til greina en mikilvægt að börnin tengi við þá hluti sem unnið er með.
Hlutirnir eru skoðaðir og og einn hlutur tekinn fyrir í einu.