Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar. 

Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar.

Aldur: 12-20 ára

Tími: 4-6 kennslustundir

Markmið:

  • Að nemendur þjálfist í gagnrýnni hugsun á samfélagið sitt og sig sjálfa
  • Að nemendur þjálfist í notkun á hugtökum sem tengjast sjálfbærni
  • Að nemendur skoði hluti sem tengjast daglegu lífi út frá umhverfisfræðislegu sjónarhorni
  • Að nemendur skoði og ígrundi helstu orkuframleiðslu kostina út frá umhverfisfræðilegu sjónarhorni

Verkefnalýsing til nemenda:

Ímyndið ykkur að hverfið ykkar (hverfi, svæði, bæjarfélag eða bær í deifbýli) sé eyja. Þið sem hópur fenguð það verkefni að taka á umhverfismálum eyjunnar sem hefur sett stefnuna á að verða vistvæn eyja á næstu tveimur árum, í því felst meðal annars að íbúar eyjunnar dragi úr vistspori sínu.

Teiknið upp svæðið eða notið kort, finnið heppilega staði fyrir þjónustu sem þið ætlið að hafa á eyjunni eins og heilbrigðisþjónustu, sundlaug, matvöruverslun.

Þið fáið frjálsar hendur þó eru nokkrir hlutir sem verða að koma fram. Ákvörðun ykkar þarf að vera rökstudd (sjá dæmi í orkumálum).

Hvaðan kemur orkan sem við nýtum? Hér er t.d ekki nóg að segja : vindmyllur eru á eyjunni. Taka þarf fram afhverju þið veljið vindmyllur fram yfir annað og hverjir eru kostir og gallar við val á vindmyllum.

Hvernig er sorpmálum hagað?

Samgöngur

Hvaðan fá íbúar matvörur/nauðsynjavörur sínar?

Skipulagning á ræktunarlandi

Landbúnaður? (mikilvægt að skoða kosti og galla)

Hvernig má minnka orkunotkun íbúa á svæðinu?

Afstaða hópsins til náttúruverndar

Hvernig byggist samfélagið upp (hver er með valdið, skólamál, heilbrigðismál og löggæsla ofl.)

Afrakstur

Uppsetning er val.

Dæmi: myndband, glærusýning, fyrirlestur, blaðagrein, líkan, veggspjald, tölvuleikur – Minecraft (ofl. sem ykkur dettur í hug). Sjá lista yfir Skapandi skil

Með hverju verkefni þarf að skila greinagerð ca. 1 -2 bls í tölvu, þar sem eyjan er kynnt og komið inná þá þætti sem eyjan þarf að uppfylla (listinn að ofan)

Gögn fyrir verkefnið

Eðlisfræði 1

https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/edlisfraedi1/#36

https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/edlisfraedi1/#76

Eðlisfræði 2

https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/edlisfraedi2/#76

https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/edlisfraedi2/#102

Eðlisfræði 3

2.kafli í heild  – https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/edlisfraedi3/#40

Maður og náttúra

https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/madurognattura/16/

https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/madurognattura/18/

https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/madurognattura/26/

https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/madurognattura/56/

Landvernd

Kvistir

Sorpa

Umhverfisstofnun