Hvernig standa fyrirtæki og stofnanir og stjórnvöld sig? Nemendur fara í heimsókn í fyrirtæki eða stofnanir í nærumhverfinu og bjóða upp á umhverfismat þar sem nemendur leggja gátlista fyrir fulltrúa fyrirtækjanna/stofnana og stinga upp á hugmyndum. Hentar 4-25 ára nemendum.

Hvernig standa fyrirtæki og stofnanir og stjórnvöld sig? Nemendur fara í heimsókn í fyrirtæki eða stofnanir í nærumhverfinu og bjóða upp á umhverfismat þar sem nemendur leggja gátlista fyrir fulltrúa fyrirtækjanna/stofnana og stinga upp á hugmyndum. Hjálpum þeim að hjálpa loftslaginu.

Heimsmarkmið:
11. Sjálfbærar borgir og samfélög  12. Ábyrg neysla og framleiðsla

Aldur: Leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli, aðrir skólar. 

Tími: 4 kennslustundir. 1 til undirbúnings, tvær fyrir heimsókn (fer reyndar eftir vegalengdum) og 1 til úrvinnslu.

Markmið: 

  • Að nemendur kynnist fyrirtækjum og stofnunum í sínu nærumhverfi.
  • Að nemendur miðli til annarra upplýsingum um umhverfismál til aðila utan skólans. 
  • Að nemendur bendi fulltrúum fyrirtækja og stjórnvalda á þeirra ábyrgð þegar kemur að áskorunum sem tengjast umhverfismálum.

Verkefnið er beintengt skrefi 6 að grænfána Að upplýsa og fá aðra með.

Efni/áhöld: Gátlistar. Hægt er að notast við gátlista hvers skólastigs, svo að nemendur séu með á nótunum. Nemendur í framhaldsskóla og háskólum geta valið úr gátlistum grænu skrefanna.

 

Aðferð:
Skipuleggja má heimsóknir þar sem nemendur framkvæma umhverfismat með fulltrúum fyrirtækja eða sveitarstjórna. Komast má í samband við fyrirtæki, stofnanir eða stjórnvöld (t.d. sveitarstjórn) með aðstoð nemenda, kennara og fjölskyldna. Nemendur í nokkrum skólum á grænni grein hafa gert þetta með góðum árangri og hafa m.a. notast við gátlista frá Skólum á grænni grein.

Fyrsta skrefið er undirbúningur
Nemendur skoða gátlista og spurningar fyrir heimsóknina. Hvern á að heimsækja? Vilja nemendur bæta við spurningum? Hafa þeir einhverjar óskir?

Í heimsókn
Nemendur kanna málin og eru hjálplegir og ráðagóðir við fulltrúa stjórnvalda og fyrirtækja.

Eftir heimsókn
Nemendur skoða niðurstöðurnar og leggja til 3-5 hluti sem að fyrirtækið eða stjórnvöld ættu að leggja áherslu á.

Þessar niðurstöður eru svo sendar þeim sem fengu matið og t.d. fjölmiðlum. Tilvalið er að hafa samband síðar og kanna hvort að brugðist hafi verið við ráðleggingum nemenda.

Verkefnið fylgir námsefninu Hreint haf – plast á norðurslóðum eftir Margréti Hugadóttur sem kom út haustið 2021 á vegum Landverndar og Menntamálastofnunar.

Tengt efni