Í þessu hópverkefni eru nemendur að afla sér upplýsingar um ástand jarðvegs og hverjar eru orsakirnar ef hann er ekki í góðu ástandi. Þeir velta fyrir sér í hvaða ástandi hann ætti að vera og hvernig væri hægt að stuðla að því. Verkefni fyrir 12-100 ára

Tími: 40 mín

Markmið:

  • Að nemendur læra um ástand jarðvegs á Íslandi, vistheimt og landnýtingu
  • Að nemendur átta sig á mikilvægi jarðvegs
  • Að nemendur hugsa á lausnamiðaðan hátt

Framkvæmd:

Nemendum er skipt niður í litla hópa sem eiga saman að búa til röksemdarkort þar sem vandamálið er í miðjunni, þ.e. að jarðvegurinn á Íslandi er víða í slæmu ástandi. Síðan er unnið að því í skrefum, fyrst að lýsa nánar ástand jarðvegs á Íslandi, hvernig væri æskilegt ástand, af hverju væri það æskilegt og hvað þarf að gera. Hóparnir kynna síðan sitt röksemdarkort og kennarinn leiðir frekari umræður. Röksemdarkortin verða sína hengt upp í skólanum til upplýsingar fyrir alla.