Aldur: 13-30 ára
Tími: 20-30 mín
Markmið:
- Að setja sig í spor annara og átta sig á mismunandi tækifærum og hindrunum hjá fólki í heiminum.
Efni/áhöld: Gott pláss í skólastofnunni eða úti, lýsingar á hlutverkum og fullyrðingum.
Aðferð: Hlutverkaspjöldin eru afhent af handahófi, eitt á hvern nemanda. Nemendur fá tíma til að setja sig inn í sitt hlutverk og hugleiða hvernig æskan var og hvernig daglega lífið er núna, hvernig lífsvenjur þeirrar hlutverk hefur og hvað þeim finnst spennandi og hvað þau hræðist. Nemendur mega ekki segja öðrum frá hlutverki sínu strax.
Þegar nemendur hafa kynnt sér hlutverk sín raða þeir sér upp hlið við hlið í beina röð. Lesnar eru upp nokkrir fullyrðingar.
Í hvert sinn sem nemendur geta svarað setningu með „já“ mega þeir taka skref áfram.
Annars verða þeir að vera þar sem þeir eru og mega ekki færa sig.
Í lokin er athugað hver lokastaða hvers hlutverks er, hver nemandi kynnir sitt hlutverk og síðan fara fram umræður um upplifun nemenda og skilaboð þessa leiks.
Lykilhugtök: Mannréttindi, áhrif loftslagsbreytingar og réttlæti
Ítarefni
Hvað er loftslagsréttlæti? Landvernd
Hvernig bitna loftslagsbreytingar á konum? UN Women Íslandi.
Verkefnið Stígðu fram byggir á óútgefnu námsefni um loftslagsréttlæti eftir Vigdísi Fríðu Þorvaldsdóttur.