Verkefnið byggir á bakrýni sem er er gagnleg leið til að takast á við flókin viðfangsefni líkt og loftslagsbreytingar og eru valdeflandi fyrir nemendur. 

Í þessu verkefni látum við okkur dreyma um draumaframtíðir fyrir okkur og fyrir jörðina. Verkefnið byggir á bakrýni sem er er gagnleg leið til að takast á við flókin viðfangsefni líkt og loftslagsbreytingar og eru valdeflandi fyrir nemendur.

Aldur: Grunnskóli

Tími: 1-2 kennslustundir. Kennari metur tíma eftir umfangi skapandi skila.

Markmið:

Að nemendur:

-láti sig dreyma um bestu mögulegu framtíðir sem þá langar að verði fyrir sig og fyrir jörðina

-beiti heildrænni hugsun og taki tillit til margra þátta

-tengi saman gott líf fyrir sig við gott líf fyrir aðra og fyrir allar lífverur og jörðina

-velji með hvaða hætti þeir skrá drauma sína – t.d. með því að teikna, skrifa, taka upp, eða annað. Skapandi skil.

Efni/áhöld: Skriffæri og stilabók. Föndurefni eða snjalltæki. Fer eftir því hver afurð nemenda verður.

Aðferð: Kennarinn kynnir verkefnið með spurningu til umhugsunar eða umræðu ef tíminn leyfir: Er bara ein framtíð? Ef ekki, þá hvað eru margar mögulegar framtíðir? Hvað finnst ykkur um framtíðina? hafið þið val um margar framtíðir? getið þið haft áhrif á framtíðina?

Í þessu verkefni ætlum við að láta okkur dreyma um draumaframtíðir fyrir okkur og fyrir jörðina.

Byrjum á að hugsa um framtíðirnar og dreyma um hvað okkur langar í. Þá skoðum við spurningarnar um þá þætti sem við þurfum að huga að líka. Síðan búum við til mynd, sögu, upptöku, eða eitthvað annað, þar sem við sýnum drauma okkar fyrir okkur og fyrir allt sem spurt er um í verkefninu.

Geymum draumana og endurskoðum þá síðar. Í lok árs, á næsta ári, eða jafnvel í lok skólagöngunnar.

Ef tími leyfir er tilvalið að kynna fyrir hinum í bekknum (og jafnvel foreldrum) sína draumaframtíð. 

Til nemenda:

Mín draumaframtíð

Ímyndaðu þér að það sé sólríkur sumardagur árið 2035 og þú býrð á draumastað. Gefðu þér nokkrar mínútur til að láta þig dreyma um þína draumaframtíð.

Skrifaðu niður svör við spurningunum hér fyrir neðan.

  • Hvernig er draumastaðurinn þinn? Hvernig er húsið sem þú býrð í? Hvað er í kringum húsið?
  • Hvernig er lífið þitt? Hjá hverjum býrðu? Við hvað vinnur þú? Hvað gerir þú í þínum frítíma?
  • Hvernig hafa hinir í nærsamfélaginu það? Eins og þú eða öðruvísi?
  • Hvaðan kemur maturinn sem þið borðið? Fötin sem þið eruð í? Dótið sem þið eigið? Hvernig fer fólk um?
  • Hvernig er náttúran þar sem þú býrð? Loftið, vatnið, moldin, gróðurinn? Hvaða dýr búa þar–fuglar, spendýr, skriðdýr, fiskar, froskdýr, pöddur?

Búðu til mynd eða sögu eða upptöku (eða eitthvað annað!) af draumaframtíðinni þinni. Ekki gleyma neinum smáatriðum úr spurningunum. Hér má til dæmis notast við skapandi skil. Athugið að kennari þarf ekki að vera sérfræðingur í öllum miðlunaraðferðum.

Verkefnið er eftir Caitlin Wilson og er aðlagað að grunnskólastigi. Verkefnið kom áður út í verkefnapakkanum ISEE.

Tengt efni