Hvernig kennum við um neyslu? Valdeflandi aðferðir og spurningin hvað getum við gert gegnir lykilhlutverki. Stuttþáttaröð Landverndar um neyslu sýnir hvað við getum til bragðs tekið á gamansaman hátt.

Neysla er allt sem við notum, það sem við kaupum og borðum. Með óhóflegri neyslu hefur mannfólkið í gegnum tíðina skapað gríðarlegt magn úrgangs. Það er mikil sóun að auðlindum, orku og handafli sé varið í vörur sem er svo hent eftir stutta stund, svo ekki sé minnst á þau skaðlegu áhrif sem það hefur fyrir náttúru og samfélög fólks.

Það er mikilvægt að skoða hvernig við getum haft áhrif – hvernig við getum breytt okkur sjálfum og samfélaginu.

Valdeflandi aðferðir - Höfum áhrif

Við getum breytt heiminum og haft áhrif á samferðafólk okkar með því að vera góð fyrirmynd.
Við getum gengið í skólann ef við eigum kost á því, notað almenningssamgöngur eða sameinast um bíla. Við getum hætt að nota einnota umbúðir og borðbúnað og afþakkað óþarfa plast. Í raun þurfum við að endurhugsa neyslu okkar. Getum við sleppt einhverju? Með því að afþakka allan óþarfa, eyðum við minna, þurfum að endurnýta minna og minna fellur til endurvinnslu en áður. Endurvinnsla ætti að vera sísti valkosturinn og í raun neyðarúrræði og lágmarksmengunarvörn.

 

Notum neysluþríhyrninginn

Í stuttþáttaröðinni Hvað getum við gert? Endurhugsum framtíðina með Landvernd er sjónum beint að neysluþríhyrningnum. Þáttaröðin sýnir á gamansaman hátt hvað við getum gert til að breyta neysluháttum okkar.

Stuttþáttaröð Landverndar

Endurhugsum framtíðina með Landvernd er stuttþáttaröð sem sýnir leiðir til að takast á við þann vanda sem við höfum skapað með lífsstíl okkar og neyslu, landvernd.is

Endurhugsum neysluna

Að framleiða allskyns varning sem enginn þarfnast er óhollt fyrir jörðina - og þar með okkur sjálf. Hvað getum við gert í því? Fyrsta skrefið ...
Horfa →
Afþakka: Afþakkaðu óþarfa. Með því sendir þú skilaboð. Landvernd.is

Afþökkum óþarfa

Fyrsta skrefið er að endurhugsa en annað skrefið er að afþakka. Með því sendum við skilaboð og minnkum sóun.
Horfa →
Kaupum minna, einföldum lífið. Kona að troða stórum poka í bíl á meðan önnur kona gengur með léttan poka í burtu.

Einföldum lífið og kaupum minna

Með því að endurhugsa eigin kauphegðun og minnka neyslu einföldum við lífið, spörum við pening og þurfum sjaldnar að taka til!
Horfa →
Endurnýtum í stað þess að kaupa nýtt. Kona í síma að spyrja á facebook hvort einhver geti lánað henni ferðarúm fyrir börn.

Endurnýtum

Endurnýtum í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Gefum hlutum framhaldslíf.
Horfa →
Endurvinnum þar sem fellur til og búum einfaldlega til minna rusl. Kona flokkar gosflösku.

Endurvinnum

Endurvinnum. Að flokka er sísti valkosturinn okkar og í raun neyðarúrræði og lágmarks mengunarvörn.
Horfa →
Endurhugsum framtíðina með Landvernd er stuttþáttaröð sem sýnir leiðir til að takast á við þann vanda sem við höfum skapað með lífsstíl okkar og neyslu, landvernd.is

Viltu minnka neyslu? Hvað getum við gert?

Hvernig getum við minnkað neyslu? Hvað getum við gert? Landvernd sýnir hér á skemmtilegan hátt auðveldar leiðir til að takast á við þann vanda sem ...
Nánar →
Við þurfum að endurhugsa framtíðina og endurmeta neyslu okkar. Hvernig getum við háttað lífi okkar án þess að það komi niður á tækifærum komandi kynslóða? landvernd.is

Endurhugsum framtíðina

Vandamálið sem við höfum skapað með neyslu okkar og lífsstíl er stórt. Það sem við notum, kaupum og borðum ógnar heilbrigði lífvera á plánetunni okkar. ...
Nánar →
Hverjar eru raunverulegar þarfir okkar? Þurfum við allan þennan mat, föt, hluti? Hvaðan kemur þetta allt? Er þetta framleitt á Íslandi eða annars staðar? Hvað verður um það sem við erum hætt að nota? Getum við minnkað neyslu okkar? Við þurfum að endurhugsa framtíðina. Úrgangur og neysla er eitt af þemum Skóla á grænni grein, landvernd.is

Neysla og úrgangur

Hverjar eru raunverulegar þarfir okkar? Þurfum við allan þennan mat, föt, hluti? Hvaðan kemur þetta allt? Er þetta framleitt á Íslandi eða annars staðar? Hvað ...
Nánar →