Heiðar Örn Jónsson og Arnar Ingi Heiðarsson Álfheiður Sverrisdóttir og Sverri Davíð Jóhannesson taka á móti tíunda grænfánanum á Hvanneyri, landvernd.is

Grunnskóli Borgarfjarðar: Hvanneyrardeild fyrsti skólinn til að fá tíu Grænfána!

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar er fyrsti skólinn til að fá 10 grænfána! Forseti Íslands heiðraði nemendur með nærveru sinni við afhendinguna. framúrskarandi menntaverkefni.

Grunnskóli Borgarfjarðar: Hvanneyrardeild er fyrsti skólinn á Íslandi til að hljóta hina alþjóðlegu viðurkenningu grænfánann í tíunda skipti. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem vinna að menntun til sjálfbærni. Grænfánaskóla má finna víða um heim, eða í 70 löndum!

Nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar Hvanneyrardeildar syngja. Ljósmynd: Anna Rósa Guðmundsdóttir

Vegferð skólans í átt að menntun til sjálfbærni spannar um tvo áratugi. Þann 4. júní 2002 fékk Andakílsskóli afhentan sinn fyrsta grænfána. Nú átján árum síðar er komið að tíunda gánanum! Skólinn er nú hluti af Grunnskóla Borgarfjarðar og skilgreinist sem Hvanneyrardeild.

Andakílsskóli tekur á móti sínum fyrsta grænfána árið 2002!
Andakílsskóli tekur á móti sínum fyrsta Grænfána árið 2002.

Við fánanum tóku Heiðar Örn Jónsson og Arnar Ingi Heiðarsson, Álfheiður Sverrisdóttir og Sverrir Davíð Jóhannesson. Það er skemmtilegt að segja frá því að Heiðar Örn og Álfheiður tóku við fyrsta fánananum árið 2002!

Forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson ávarpaði nemendur á afhendingu grænfánans 2020
Forseti Íslands ávarpaði nemendur og starfsfólk við afhendinguna. Ljósmynd: Anna Rósa Guðmundsdóttir

Í gegnum tíðina hefur skólinn tekið fyrir þemu á borð við átthaga og landslag, lýðheilsu, hnattrænt jafnrétti.

Skólinn hefur unnið gegn matarsóun sem er ein af stærstu loftslagsáskorunum mannkyns og dregið úr vistspori sínum með því að minnka útgang og nota lífrænan úrgang sem dýrafóður og í moltun. Nemendur skólans hafa einnig ræktað grænmeti og nemendur tekið þátt í að matreiða.

Gott starfsfólk sem hefur haldið merki umhverfismála á lofti

Það er starfsfólki, stjórnendum og nemendum að þakka að skólinn hefur ætíð haft umhverfismál og umhverfisvernd að leiðarljósi.

Góðgerðastarf

Nemendur og starfsfólk í skólanum hafa látið leiða af sér til góðs í gegnum tíðina en hefð er komin fyrir árlegum flóamarkaði og jólakortagerð þar sem ágóðinn rennur til góðferðarstarfs. Vinnum heima með heiminn í huga gæti verið einkunnarorð góðgerðastarfsins, en ágóðinn af flóamarkaðnum rennur til góðgerðastarfs erlendis en af jólakortasölunni til góðgerðarstarfs í nærumhverfi nemenda

Leiðtogar

Með lýðheilsu og lýðræðisleg vinnubrögð að leiðarljósi hefur skólinn unnið innleitt verkefnið leiðtoginn í mér í allt skólastarf. Leiðtogaverkefnið eflir samkennd og virðingu fyrir hvort öðru auk þess að styrkja einstaklingana sjálfa. Leiðtoginn í mér vinur að því að byggja upp sterka einstakling til að takast á við áskoranir í lífi og starfi og hjálpa hverjum einstaklingi til að blómstra og vinna út frá sínum eigin styrkleikum.

Útikennsla

Skólinn leggur áherslu á nám um náttúru og umhverfi og er notast við fjölbreytta kennsluhætti bæði inni í kennslustofum og úti í náttúrunni. Nemendur hafa kynnst átthögum sínum og landslagi meðal annars með samstarfi við eldri borgara á svæðinu.

Nemendur hafa lært mikið um fugla í nærumhverfinu og nú síðast kortlögðu þau lífbreytileika svæðisins með því að kanna plöntur og hafa nú búið til plöntugagnagrunn fyrir Hvanneyri.

Við óskum skólanum innilega til hamingju með þennan merka áfanga!

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Scroll to Top